1245. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann21. nóvember 2019, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ (2019090564)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri og Sigurður Ingi Kristófersson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
2. Fjárhagsáætlun 2020 (2019070112)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
3. Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð - NPA (2019070239)
Drög að reglum Reykjanesbæjar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk lögð fram og samþykkt.
4. Gjaldskrár vatnsveitna og fjármagnskostnaður (2019110169)
Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dagsett 13. nóvember 2019 ásamt minnisblaði. Málinu er vísað til HS veitna sem svarar erindinu fyrir hönd eigenda.
5. Endurskoðun jafnréttisáætlunar (2019050790)
Endurskoðuð jafnréttisáætlun lögð fram, bæjarstjóri gerði grein fyrir henni. Bæjarráð vísar áætluninni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn þann 3. desember nk.
Fylgigögn:
Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2019 - 2023
6. Cities #WithRefugees - erindi frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (2019100192)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að gerast aðili að verkefninu og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
7. Beiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2020 (2019110163)
Bæjarráð samþykkir að styrkja Kvennaráðgjöfina um kr. 150.000 tekið af lykli 21-011.
Fylgigögn:
Beiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar
8. Jólagjafir til starfsmanna 2019 (2019110199)
Bæjarráð samþykkir erindið. Tekið af lykli 21-011-9220
9. Fundargerðir skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 11. september og 13. nóvember 2019 (2019050701)
Fundargerðirnar lagðar fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 350. fundar skólanefndar FS
Fundargerð 351. fundar skólanefndar FS
10. Fundargerð aðalfundar Öldungaráðs Suðurnesja 26. október 2019 (2019110170)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð aðalfundar Öldungarráðs Suðurnesja
11. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla (2019110200)
Fundargerðin lögð fram. Byggingarnefnd Stapaskóla samþykkir fundargerðina. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar því að fjármálastjóri sé kominn í verkefnastjórnina..
12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2019110177)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Suðurnesjabæjar f.h. SamSuð um tækifærisleyfi (2019110187)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
14. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Pólsks matar ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hringbraut 92 (2019110096)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
15. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Mid Atlantic Maintenance ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Klettatröð 1 (2019100151)
Bæjarráð hafnar umsókninni þar sem ekki fylgja fullnægjandi upplýsingar með umsókninni samkvæmt umsögn byggingarfulltrúa.
16. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2019050801)
a. Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál
https://www.althingi.is/altext/150/s/0362.html
Fylgigögn:
Upplýsingar um tillöguna frá nefndarsviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan
b. Frumvarp til laga um almannatryggingar, almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál
https://www.althingi.is/altext/150/s/0363.html
Fylgigögn:
Upplýsingar um tillöguna frá nefndarsviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan
c. Frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.
https://www.althingi.is/altext/150/s/0294.html
Fylgigögn:
Upplýsingar um tillöguna frá nefndarsviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan
Umsagnarmál lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
17. Beiðni um viðbótarfjármagn (2019110031)
Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála mætti á fundinn. Bæjarráð samþykkir að heimila flutning á fjármagni af bókhaldslykli 02-565 yfir á lykil 02-518 vegna ársins 2019 til að leysa bráðavanda í húsnæðismálum. Málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2020 að öðru leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. desember 2019.