1247. fundur

05.12.2019 08:00

1247. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. desember 2019, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Aðgengi heyrnarlausra í samskiptum - ósk um fjárstuðning (2019110304)

Ekki er hægt að verða við erindinu.

Fylgigögn:

Barnaefni App
Sundurliðaður kostnaður 60 ára afmæli
Tímalína - Frá þögn til þjóðþrifa

2. Starfsmannafundur í Stapa (2019110315)

Bæjarstjóri kynnti málið. Samþykkt með 3 atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar að veita heimild til að greiða kostnað vegna starfsmannafundar sem haldinn verður á nýju ári. Tekið af bókhaldslykli 21-011. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Frjáls afls greiddu atkvæði á móti og Miðflokkurinn lýsti því yfir að hann væri mótfallinn að veita heimild.

3. Hluthafafundur Keilis (2019120005)

Fundarboð lagt fram. Bæjarráð felur Guðbrandi Einarssyni að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

4. Vallarbraut 14 – heimild til niðurrifs (2019090700)

Bæjarráð samþykkir tilboð frá Ellerti Skúlasyni ehf.

5. Erindi vegna Víkingabraut 1 (2019120029)

Lagt fram. Erindi frestað. Bæjarstjóra falið að fá frekari upplýsingar.

6. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 3. desember 2019 (2019110200)

Fundargerðin lögð fram. Minnihlutinn óskar eftir frekari upplýsingum um fjárhagslega stöðu verksins.

7. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2019050801)

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.
https://www.althingi.is/altext/150/s/0524.html
Umsagnarmál lagt fram.

Fylgigögn:

Upplýsingar um tillöguna frá nefndarsviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2019.