1250. fundur

02.01.2020 08:00

1250. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. janúar 2020 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Ríkharður Ibsen, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Húsnæðismál Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (2019120280)

Minnisblað lagt fram. Bæjarstjóra falið að leiðrétta rangfærslur í minnisblaði.

2. Starfsáætlun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum árið 2020 (2019120307)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Starfsáætlun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2020

3. Staðfesting vegna breytinga á svæðisskipulagi Suðurnesja (2019070283)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Breyting á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008 - 2024 - bókun svæðisskipulagsnefndar
Svæðisskipulag Suðurnesja 2008 - 2024 - breytingartillaga
Viðbrögð svæðisskipulagsnefndar við umsögnum og athugasemdum

4. Skipan í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks (2019120096)

Frestað.

5. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd (2019120282)

Helga María Finnbjörnsdóttir (Y) hefur sagt sig úr Vatnasvæðanefnd sökum anna. Bæjarráð tilnefnir Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur (Y) í nefndina í hennar stað.

6. Hvað getum við gert? - Fjölmiðlaverkefni um loftslagsmál (2019120293)

Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

Fylgigögn:

Framleiðsla fjölmiðlaefnis um loftslagsmál, grænar lausnir og nýsköpun á því sviði - beiðni um fjárstuðning og aðkomu

7. Hluthafafundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) 8. janúar 2020 (2019120311)

Fundarboð lagt fram. Formanni bæjarráðs falið að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinn.

Fylgigögn:

Hluthafafundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar - fundarboð

8. Aðgerðabundin stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu til 2025 – vinnustofa 7. janúar 2020 (2019120344)

Bæjarráð samþykkir að stjórn Súlunnar taki þátt í vinnustofu um aðgerðabundna stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu til 2025. Bæjarfulltrúar hvattir til að skrá sig.

9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 13. desember 2019 (2019050802)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. desember 2019 (2019050798)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 751. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Ungmennafélags Njarðvíkur um tækifærisleyfi (2019120252)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Knattspyrnudeildar Keflavíkur um tækifærisleyfi (2019120309)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

13. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Touring Cars Iceland um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Klettatröð 19 (2019120052)

Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir erindið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. janúar 2020.