1252. fundur

16.01.2020 08:00

1252. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. janúar 2020 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Kaupsamningur um fasteignir (2020010099)

Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri og Unnar Steinn Bjarndal, bæjarlögmaður mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samningsdrögin og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

2. Húsnæðismál Tjarnargötu 12 (2019050839)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar K. Ottósson, skipulagsfulltrúi mættu á fundinn og kynntu fyrirliggjandi hugmyndir.

3. 3. mál úr fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. desember 2019 (2020010054)

Formaður kynnti stöðu mála. Áfram verður unnið í málinu.

4. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar SB Import ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Vesturbraut 10a (2019120121)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.


Bæjarráð samþykkir að taka inn eftirfarandi mál á dagskrá:

5. Jafnlaunavottun (2019120131)

Reykjanesbær hefur móttekið bréf frá Jafnréttisstofu um að sveitarfélagið hafi hlotið jafnlaunavottun. Bæjarráð fagnar niðurstöðunni og leggur áherslu á að áfram sé unnið samkvæmt þeim metnaðarfullu áætlunum sem lagðar hafa verið fram í jafnréttismálum.

Fylgigögn:

Heimild til að nota jafnlaunamerkið - bréf frá Jafnréttisstofu
Reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2020.