1253. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 23. janúar 2020, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Lóðafrágangur Stapaskóla (2019051608)
Guðlaugur Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Sigurður Ingi Kristófersson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn.
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Grjótgarða ehf. sem var með lægsta tilboðið kr. 353.900.000. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á kr. 414.869.500.
2. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 14. janúar 2020 (2019110200)
Guðlaugur Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Sigurður Ingi Kristófersson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins.
3. Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup (2019090306)
Þjónustukönnun lögð fram.
Fylgigögn:
Þjónusta sveitarfélaga 2019
4. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga 26. mars 2020 (2020010316)
Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Boðun landsþings XXXV
5. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 15. janúar 2020 (2020010217)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
752. stjórnarfundur SSS
Bæjarráð samþykkir að taka inn eftirfarandi mál á dagskrá:
6. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ (2019090564)
Guðlaugur Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Sigurður Ingi Kristófersson deildarstjóri umhverfismála og Smári Ólafsson frá VSÓ mættu á fundinn.
Bæjarráð vísar málinu áfram til umhverfissviðs til frekari vinnslu og nánara samráðs við notendur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. febrúar 2020.