1254. fundur

30.01.2020 08:00

1254. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 30. janúar 2020 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Eftirlitsmaður með nýframkvæmdum (2020010311)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn. Bæjarráð samþykkir að ráða eftirlitsmann með nýframkvæmdum. Kostnaður vegna þessarar stöðu verður tekinn af eignalykli 31.

2. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar (2020010372)

Lagt fram. Tillaga að uppfærðri áætlun verður lögð fram á vormánuðum.

Fundargögn:

Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga - bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar

3. Beiðni um framlengingu samkomulags vegna Berghólabrautar 6 (2020010362)

Bæjarráð samþykkir að framlengja frestinn um 6 mánuði.

4. Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar (2020010415)

Bæjarráð samþykkir tillögu tryggingastærðfræðings Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri verði 69% og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi við ákvæði greinar 35 í samþykktum sjóðsins.

Fundargögn:

Endurgreiðsluhlutfall Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar - bréf frá Brú lífeyrissjóði
Tillaga um endurgreiðsluhlutfall árið 2020

5. Innleiðing heimsmarkmiðanna á sveitarstjórnarstigi - ráðstefna 6. - 8. maí 2020 (2020010420)

Lagt fram.

Fundargögn:

Ráðstefna í Innsbruck 6. - 8. maí - tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

6. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2020010375)

Umsagnarmál lagt fram.

Fundargögn:

Upplýsingar um frumvarpið frá nefndarsviði Alþingis
Með því að smella hér opnast frumvarpið


Bæjarráð samþykkir að taka inn eftirfarandi mál á dagskrá:

7. Jarðhræringar á Reykjanesi (2020010469)

Málin rædd og samþykkir bæjarráð að taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins 6. febrúar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. febrúar 2020.