1256. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. febrúar 2020 kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts – endurskoðun (2020021008)
Bæjarráð samþykkir breytingu á 1. gr. reglna um styrki til greiðslna fasteignaskatts í samræmi við framkomnar tillögur. Bæjarlögmanni falið að uppfæra reglurnar. Margrét A. Sanders (D) situr hjá og óskar jafnframt eftir lista yfir þau félög sem gætu fallið undir breytingarnar. Gunnar Þórarinsson (Á) situr hjá.
Fylgigögn:
Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts
2. Hvað getum við gert? - Fjölmiðlaverkefni um loftslagsmál (2019120293)
Bæjarráð tekur vel í erindið. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
Fylgigögn:
Hvað getum við gert? - Bréf til sveitarfélaga
3. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga 31. janúar 2020 (2020021082)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
4. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 7. febrúar 2020 (2020021147)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 76. fundar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Langbest ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Keilisbraut 771 (2020010105)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Kópa hótels ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki III að Tjarnarbraut 24 (2020010106)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
7. Umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), lögð fram á 150. löggjafarþingi, 2019–2020, 457. mál (2020010375)
Bæjarráð samþykkir drög að umsögn og felur Hilmu H. Sigurðardóttur, verkefnastjóra fjölmenningarmála að ganga frá málinu.
Fylgigögn:
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, 457. mál
Upplýsingar um frumvarpið frá nefndarsviði Alþingis
Með því að smella hér opnast frumvarpið
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2020.