1257. fundur

20.02.2020 08:00

1257. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 20. febrúar 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 4. febrúar 2020 (2019110200

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

2. Starfsáætlanir 2020 (2019120103)

Starfsáætlanir 2020 lagðar fram. Bæjarráð þakkar góðar starfsáætlanir.

3. Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga (2020021307)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Auglýsing eftir framboðum

4. Efnahagsþróun á norðurslóðum (2020021043)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn og kynnti greinargerð fyrir starfshóp um efnahagsþróun á norðurslóðum. Bæjarráð samþykkir greinargerðina og felur Sigurgesti að koma henni á framfæri.

Fylgigögn:

Beiðni um greinagerð
Greinagerð fyrir starfshóp um efnahagsþróun á norðurslóðum

5. Ósk um stöðugildi (2020021383)

Bæjarráð frestar málinu.

6. Suðurnes í fjárlagafrumvarpi 2020 (2020021385)

Lögð fram samantekt og greining Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarráð hvetur Alþingi Íslendinga til að gæta jafnræðis á milli landshluta þegar kemur að fjárveitingum til þeirra stofnana sem ríkið á og rekur.

Fylgigögn:

Suðurnes í fjárlagafrumvarpi 2020

7. Fundargerð Almannavarnanefndar 12. febrúar 2020 (2020021373)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Almannavarnanefndar 12. febrúar 2020

8. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 17. febrúar 2020 (2020021348)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

54. stjórnarfundur Reykjanes jarðvangs ses

9. Fundargerð Brunavarna Suðurnesja bs. 12. desember 2019 og 17. febrúar 2020 (2020021371)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgiskjöl:

Fundargerð 45. fundar BS 12. desember 2019
Fundargerð 46. fundar BS 17. febrúar 2020

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2020021405)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Umsagnarmál í samráðsgátt (2020021308)

a. Eignarráð og nýting fasteigna https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2623

Fylgigögn:

Með því að smella hér opnast samráðsgáttin

b. Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2618

Fylgigögn:

Með því að smella hér opnast samráðsgáttin

Umsagnarmál lögð fram.

12. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)

Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál – Allsherjar- og menntamálanefnd. https://www.althingi.is/altext/150/s/0119.html

Fylgigögn:

Með því að smella hér opnast tillagan

Umsagnarmál lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. mars 2020