1259. fundur

05.03.2020 08:00

1259. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. mars 2020 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Erindi vegna Víkingaheima (2019120029)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn. Minnisblað bæjarstjóra lagt fram og bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

2. Verkfall BSRB (2020021492)

Lagður fram undanþágulisti yfir starfsmenn Reykjanesbæjar vegna verkfallsboðunar BSRB.

Fylgigögn:

Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB

3. Neyðarstjórn Reykjanesbæjar (2020030059)

Tillaga bæjarstjóra um skipan neyðarstjórnar Reykjanesbæjar samþykkt.

4. Ósk um stöðugildi (2020021383)

Bæjarráð samþykkir beiðni um fjölgun stöðugilda í þjónustueiningu hjá velferðarsviði. Upphæð kr. 20.605.000 tekin af bókhaldslykli 21-010.

5. Sameining sveitarfélaga - námsferð til Noregs (2020021631)

Lagt fram.

6. Húsnæðismál Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (2019120280)

Minnisblað lagt fram. Meirihluti bæjarráðs samþykkir að veita einfalda ábyrgð gagnvart láni sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tekur hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Gunnar Þórarinsson (Á) og Margrét A. Sanders (D) sitja hjá.

7. Beiðni um styrk frá Ytri-Njarðvíkursókn (2020030029)

Bæjarráð frestar málinu.

Fylgigögn:

Beiðni um styrk frá Ytri-Njarðvíkursókn

8. Styrkir vegna fasteignaskatts (2020010489)

Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til endanlegrar afgreiðslu.

9. Velferðarsvið (2020021011)

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

10. Skipun í vinnuhóp Almannavarna Suðurnesja (2020030031)

Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna aðila í vinnuhóp Almannavarna Suðurnesja.

Fylgigögn:

Skipun í vinnuhóp - erindi frá Almannavörnum Suðurnesja utan Grindavíkur

11. Aðalfundur HS veitna 11. mars 2020 (2020030032)

Aðalfundarboð lagt fram. Formanni bæjarráðs falið að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

12. Starfsaldursviðurkenningar (2020030073)

Bæjarráð samþykkir minnisblað bæjarstjóra.

13. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar (2020010372)

Drög að húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar lögð fram til kynningar.

14. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)

Tillaga til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
https://www.althingi.is/altext/150/s/0352.html

Umsagnarmál lagt fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér opnast tillagan


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2020.