1263. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 2. apríl 2020 kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)
Fundargerðir neyðarstjórnar eru aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Með því að smella á þennan tengil má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar
2. Viðbrögð Reykjanesbæjar vegna COVID-19 (2020030360)
Erindi vegna stöðu einstaklinga og fyrirtækja vegna COVID-19 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að fella niður gjald vegna heimsendingar á mat til eldri borgara meðan samkomubann varir.
Fylgigögn:
Aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili - COVID-19
Ályktun frá Landssambandi eldri borgara
Áskorun til stjórnvalda frá Öryrkjabandalagi Íslands og Landssambandi eldri borgara
3. Reglur um heimildir stjórnenda til að veita launað og launalaust leyfi (2020030434)
Minnisblað frá Kristni Óskarssyni, mannauðsstjóra lagt fram. Samþykkt að fella út síðustu málsgreinina. Bæjarráð samþykkir samhljóða tillöguna með áorðnum breytingum.
4. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ (2019090564)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Minnisblað og upplýsingar um endurskoðun á akstri almenningssamgangna tímabundið vegna COVID-19 lagðar fram. Breytingar tóku gildi 1. apríl 2020.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framkomnar tillögur frá Guðlaugi H. Sigurjónssyni.
5. Skil á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2019 (2020030492)
Lagt fram.
6. Jarðhræringar á Reykjanesi (2020010469)
Lögð fram fundargerð Vísindaráðs frá 27. mars 2020.
Fylgigögn:
Samantekt frá fundi Vísindaráðs almannavarna 27. mars 2020
7. Húsnæði Keilis (2020010054)
Guðmundur Kjartansson, endurskoðandi hjá Endurskoðun BT ehf. mætti á fundinn. Jóhann Friðrik Friðriksson (B) vék sæti sem bæjarráðsmaður en tók þátt í umræðum sem framkvæmdastjóri Keilis.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarlögmanni að undirbúa gerð samnings um kaup Reykjanesbæjar á hlut í fasteignafélagi Keilis með fyrirvara um samþykki Kadeco og sveitarfélaganna á Suðurnesjum svo tryggja megi sjálfbærni skólans til framtíðar. Forsenda fyrir kaupunum er að langtímasamningur við menningar- og menntamálaráðuneyti liggi fyrir. Þegar samningur liggur fyrir þá skal hann lagður fyrir bæjarráð til afgreiðslu. Jóhann Friðrik Friðriksson (B) tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
8. Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 5. desember 2019 (2019080406)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 21. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja
9. Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 24. mars 2020 (2020030519)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 22. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja
10. Fundargerð Almannavarnanefndar Suðurnesja 26. mars 2020 (2020021373)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð Almannavarnarnefndar Suðurnesja utan Grindavíkur 26. mars 2020
11. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27. mars 2020 (2020021082)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. apríl 2020.