1275. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. júní 2020, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður bæjaráðs, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Greining og úrbætur í velferðarmálum (2020021011)
Lögð fram verkefnistillaga frá Expectus. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar í málinu.
2. Fundur með Velferðarvaktinni 19. júní 2020 (2020060130)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir verkefninu og sagði frá fundi sem haldinn var 19. júní sl.
3. Samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum (2019090706)
Óskað er eftir endurstaðfestingu fulltrúa bæjarfélaganna úr starfshópi um Suðurnes í samráðsteymið eða tilnefningu nýrra fulltrúa.
Bæjarráð tilnefnir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóra.
4. Endurfjármögnun EFF (2019060364)
Lagt er fram bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins dagsett 16. júní 2020. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
5. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ (2019090564)
Formaður bæjarráðs lagði fram tillögu um að skipa nefnd til að fara yfir almenningssamgöngur í Reykjanesbæ. Bæjarráð samþykkir að skipa Friðjón Einarsson (S), Guðbrand Einarsson (Y) og Hönnu Björgu Konráðsdóttur (D) í nefndina og Margréti Þórarinsdóttur (M) sem áheyrnarfulltrúa.
6. Vatnsnesvegur 8a – erindi frá Vatnsnesbúinu, landeigendafélagi (2020030181)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við fulltrúa Landeigendafélags Vatnsnesbúsins sem hafa óskað eftir að kaupa landspildu í eigu bæjarins. Bæjarráð hafnar erindinu og felur bæjarstjóra að koma húsnæðinu í notkun í anda skilmála upphaflegs dánargjafabréfs.
7. Suðurnesjalína 2 (2019050744)
Formaður bæjarráðs sagði frá fundi sem fulltrúar Reykjanesbæjar, Grindavíkur og Voga áttu með ráðherra atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Fulltrúar Reykjanesbæjar voru Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður.
8. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)
Drög að umhverfisstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð samþykkir að fela framtíðarnefnd að vinna áfram í gerð umhverfisstefnu í samstarfi við umhverfis- og skipulagsráð.
9. Fundargerð framtíðarnefndar 18. júní 2020 (2020010009)
Fundargerð lögð fram. Samþykkt 5-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 10. fundar framtíðarnefndar 18. júní 2020
10. Fundargerð barnaverndarnefndar 22. júní 2020 (2020010004)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 271. fundar barnaverndarnefndar 22. júní 2020
11. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Rent Nordic ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Flugvöllum 20 (2020030427)
Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50.