1277. fundur

09.07.2020 08:00

1277. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var fjarfundur á Teams þann 9. júlí 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 (2020040083)

Stöðuskýrslur félagsmálaráðuneytisins frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 lagðar fram.

Fylgigögn:

Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 2020-06-03
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 2020-06-16
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 2020-07-03

2. Verkefni á sviði félagsþjónustu (2020070108)

Lögð fram samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu nokkurra verkefna sem unnið hefur verið að á vettvangi félags- og fötlunarþjónustu sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Svar til NPA miðstöðvarinnar 15 04 2019
Verkefni á sviði félagsþjónustu - upplýsingar um stöðu mála í júlí 2020

3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 2. júlí 2020 (2020010012)

Eftirfarandi liðir fundargerðarinnar frá 5. júní voru samþykktir sérstaklega:

Annar liður fundargerðarinnar Nesvellir - deiliskipulag (2020040156). Til máls tók Margrét A. Sanders. Annar liður var samþykktur með 5 atkvæðum.

Sjötti liður fundargerðarinnar Óðinsvellir 9 - viðbygging (2020060538) var samþykktur með 5 atkvæðum án umræðu.

Áttundi liður fundargerðarinnar Þórustígur 16 - niðurstaða grenndarkynningar (2020030517) var samþykktur með 5 atkvæðum án umræðu.

Tíundi liður fundargerðarinnar Hringbraut 55 (2020060292) var samþykktur með 5 atkvæðum án umræðu.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 252. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 2. júlí 2020

Umræða var um garðslátt í sveitarfélaginu og óskað eftir að málið verði tekið fyrir á næsta bæjarráðsfundi 16. júlí.

4. Fundargerð vinnuhóps Almannavarna Suðurnesja 11. júní 2020 (2020030031)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð starfshóps almannavarna 11. júní 2020

5. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 23. júní 2020 (2020021371)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 49. stjórnarfundar BS

6. Fundargerð neyðarstjórnar 3. júlí 2020 (2020030192)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

Fylgigögn:

Fundargerð 39. fundar neyðarstjórnar 3. júlí 2020


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:30