1285. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 10. september 2020, kl. 08:00
Viðstaddir:Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Fjárhagsrammi fjárhagsáætlunar 2021-2024 (2020060158)
Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri mætti á fundinn. Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Tillagan samþykkt 5-0.
2. Atvinnuleysistölur (2020010478)
Teknar voru fyrir bókanir, sem lagðar voru fram á bæjarstjórnarfundi 1. september 2020, vegna annars liðar úr fundargerð menningar- og atvinnuráðs 26. ágúst 2020.
Vegna þeirrar bókunar vilja fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar Leiðar taka eftirfarandi fram:
1. Menningar og atvinnuráð er nú þegar að vinna að greiningum og horfa til möguleika í atvinnumálum í samstarfi við ráðuneyti og stofnanir á Suðurnesjum.
2. Ætlast er til að framtíðarnefnd fjalli um atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ til framtíðar. Hafin er vinna að stefnumótun til framtíðar hjá Súlunni og gert er ráð fyrir að framtíðarnefnd taki þátt í þeirri vinnu.
3. Starfshópur um atvinnuþróun er þegar til staðar og í samvinnu við félagsmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun og verða hugmyndir kynntar á næstu dögum.
4. Fyrirhugaður er fundur með öllum hagsmunaaðilum í Reykjanesbæ á næstunni en bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur þegar hafið undirbúning.
5. Reykjanesbær er með skýra sýn og hver helstu forgangsatriði þurfi að vera í forgrunni til styrkingar atvinnumálum í Reykjanesbæ.
Fylgigögn:
Staðan á vinnumarkaði fyrir atvinnu- og menningarráð 26082020
3. Aðgangseyrir á söfn (2020050303)
Tekið fyrir 4. mál úr fundargerð menningar- og atvinnuráðs frá 26. ágúst 2020 þar sem ráðið leggur til að ókeypis verði á söfn bæjarins til áramóta. Bæjarráð samþykkir tillöguna 5-0.
4. Tilnefning í samstarfshóp um samfélagsrannsóknir (2019090706)
Málinu frestað.
Fylgigögn:
Tilnefning í samstarfshóp - samfélagsrannsóknir
5. Framfaravogin (2019051066)
Lagt fram svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þátttöku sambandsins í Framfaravoginni.
Fylgigögn:
Framfaravogin
6. Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 15. september 2020 (2020090136)
Fjarfundarboð lagt fram. Bæjarráð hvetur sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarfólk til þátttöku.
Fylgigögn:
Dagskrá fjar-landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga 2020
7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. ágúst 2020 (2020021082)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 886
8. Fundargerð neyðarstjórnar 3. september 2020 (2020030192)
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.
9. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 4. september 2020 (2020021147)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
79. fundur Heklunnar, 04.09.2020
10. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 8. september 2020 (2019110200)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað um breytingar og stöðu á framkvæmdum við Stapaskóla.
Bæjarráð felur sviðstóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.
11. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2020050496)
Pálmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tjarnargötu 12 ehf. og Gunnar Kr. Ottósson, skipulagsfulltrúi mættu á fundinn.
Lögð fram tilboð sem borist hafa í Njarðarbraut 20. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. felur framkvæmdastjóra Tjarnargötu 12 ehf. og skipulagsfulltrúa að vinna áfram í málinu í samráði við bæjarlögmann.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. september 2020.