1289. fundur

08.10.2020 08:00

1289. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 8. október 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Suðurnesjalína 2 (2019050744)

Fulltrúar HS Orku, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri, Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Auðlindagarðsins og Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar mættu á fundinn.

2. Hákotstangar – kauptilboð (2020100069)

Gunnar Kr. Ottósson, skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og lagði fram minnisblað. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

3. Aðgerðir Reykjanesbæjar vegna COVID-19 (2020030360)

Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufræðingur og Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn og kynntu tímabundnar leiðbeiningar vegna Covid-19 í skóla- og íþróttastarfi sem tóku gildi 5. október 2020.

Fylgigögn:

Skýrsla um stöðu Reykjanesbæjar vegna Covid 28. sept. 2020
Hertar samfélagslegar aðgerðir frá 5. okt. 2020

4. Stofnun landshlutateymis á Suðurnesjum um málefni fatlaðra barna (2020100072)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs og Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn og lögðu fram minnisblað vegna stofnunar landsfundateymis á Suðurnesjum. Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið Reykjanesbær gangi til samninga við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um stofnun landsfundateymis á Suðurnesjum.

5. Öryggismyndavélar í grunnskólum (2020100057)

Lagt fram minnisblað þar sem greint er frá tillögum og kostnaði við uppsetningu öryggismyndavéla við grunnskóla Reykjanesbæjar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

6. Beiðni um færslur fjárheimilda 2020 (2020021547)

Bæjarráð samþykkir færslu fjárheimilda af lykli 05-814 yfir á lykil 05-711 kr. 7.500.000.

7. Aðalfundur Tjarnargötu 12 ehf. 15. október 2020 (2020100074)

Aðalfundarboð lagt fram. Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Tjarnargata 12 ehf. - Boðun aðalfundar

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. september 2020 (2020021082)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 888

9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 30. september 2020 (2020010217)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

760. stjórnarfundur S.S.S. 30.09.2020

10. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 1. október 2020 (2020010516)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

284. fundur HES 01.10.2020

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar HBTR ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Iðjustíg 1 (2020070194)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Sveinbjörns Sverrissonar um leyfi til að reka gististað í flokki II að Aðalgötu 18 (2020080463)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fagrablaks frá Keflavík ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Hafnargötu 38 (2020080422)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Baldur Þ. Guðmundsson lýsir sig vanhæfan í þessu máli. Bæjarráð samþykkir erindið 4-0.

14. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Knattspyrnudeildar Keflavíkur um tækifærisleyfi (2020090496)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

15. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Indie Campers ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Funatröð 8 (2020090238)

Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir erindið.

16. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Fara ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Framnesvegi 19c (2020090344)

Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir erindið.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

17. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Bæjarráð samþykkir að setja saman samstarfshóp sem mun vinna að fyrirhugaðri uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn. Bæjarráð samþykkir að Margrét A. Sanders og Jóhann Friðrik Friðriksson taki sæti í hópnum fyrir hönd bæjarráðs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. október 2020.