1290. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 15. október 2020, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Faxabraut 20 fjölgun íbúða (2020090261)
Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Á bæjarstjórnarfundi 6. október 2020 var málinu vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. september 2020 hafði erindinu verið hafnað.
Bæjarráð tekur undir niðurstöðu Umhverfis- og skipulagsráðs og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
2. Stapaskóli – 2. áfangi (2019051608)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Viggó Magnússon arkitekt Arkís mættu á fundinn og kynntu breytingartillögur á öðrum áfanga Stapaskóla. Bæjarráð frestar málinu.
3. Fjárhagsáætlun FRÆ 2021(2020060158)
Helgi Arnarsson sviðsstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn og lagði fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunar fræðslusviðs. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
4. Forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024 (2020100130)
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Forsendur fjarhagsaætlana 2021-2024
5. Útreikningur framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts (2020080046)
Lagt fram bréf frá Skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála varðandi breytingu á útreikningi framlags frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árin 2020-2021.
Við gerð Lífskjarasamnings var því meðal annars beint til opinberra aðila að stilla hækkunum á íbúa og fyrirtæki í hóf og þess vegna var gerð breyting á tekjustofnalögunum sveitarfélaga nr. 4/1995 sem hljóðar svona:
Við útreikning framlags árin 2020 og 2021 skv. d-lið 11. gr. skal miða við álagningarhlutfall fasteignaskatts árið 2019, enda hafi álagningarhlutfall í viðkomandi sveitarfélagi lækkað frá því ári.
Framlag til ykkar sveitarfélags mun því ekki lækka á næsta ári taki þið ákvörðun um að lækka álagningarhlutfall fasteignaskattstekna árið 2021.
6. Ráðningabréf endurskoðenda (2020100141)
Bæjarráð felur formanni og bæjarstjóra að undirrita ráðningarbréf kjörinna endurskoðenda ársreikninga Reykjanesbæjar.
7. Stjórnsýsluúttekt á velferðarsviði - Stöðuskýrsla (2020021011)
Lagt fram minnisblað um stöðu verkefnisins.
8. Hákotstangar – kauptilboð (2020100069)
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að hafna framkomnu tilboði. Margrét A. Sanders (D) og Baldur Þ. Guðmundsson (D) sitja hjá.
9. Lóð Norðuráls í Helguvík – erindi frá stjórn Kadeco (2020080524)
Lagt fram bréf frá stjórn Kadeco.
Lögð var fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur vel í allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu í Helguvík svo fremi þær uppfylli að minnsta kosti tvö af eftirfarandi atriðum:
1. Skapi vel launuð störf
2. Séu ekki verulega mengandi
3. Skapi tekjur af skipaumferð um Helguvíkurhöfn
Samherji-fiskeldi gerir nú nokkurs konar fýsileikakönnun á möguleikum á laxeldi í kerskálum Norðuráls í Helguvík. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera slíkt hið sama m.t.t. ofangreindra atriða. Einnig að eiga samtal við Kadeco f.h. ríkisins sem landeiganda, og Suðurnesjabæ, sem fer með skipulagsvald lóðarinnar, um nýtingu lóðarinnar og skipulagsmál. Meðal annars þarf væntanlega að aflétta þynningarsvæði álvers svo hægt sé að hefja þar matvælaframleiðslu. Einnig að kanna hvort nauðsynlegt sé að lög nr. 51/2009 um heimild til samninga um álver í Helguvík séu felld úr gildi. Loks að kanna gildi ýmissa samninga sem gerðir hafa verið, áður en lengra er haldið.
Þá telur bæjarráð Reykjanesbæjar mikilvægt að samkomulag náist við Norðurál um uppgjör eftirstöðva kostnaðar sem Reykjaneshöfn og Reykjanesbær hafa lagt í á undanförnum áratug til undirbúnings hafnarinnar og svæðisins fyrir álver.“
Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y) Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Margrét Þórarinsdóttir (M).
Fylgigögn:
Bréf frá Kadeco til sveitarfél. Rnb&Snb. v. Norðuráls
10. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 8. október 2020 (2020060073)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
35. fundur stjórnar 8. október 2020
11. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.
12. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpið.https://www.althingi.is/altext/151/s/0011.html
Umsagnarmál lagt fram.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarsviðs til umsagnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. október 2020.