1292. fundur

29.10.2020 08:00

1292. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 29. október 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Öryggismyndavélar í grunnskólum (2020100057)

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2021.

2. Fjárhagsáætlun 2021 - frestur (2020060158)

Lagt fram bréf frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem óskað er eftir fresti til að leggja fram og afgreiða fjárhagsáætlun ársins 2021.

Fylgigögn:

Beiðni um frest á afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021
Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021

3. Tjaldsvæði að Stapabraut 21 - erindi frá Happy Campers (2020100218)

Lagt fram erindi frá Happy Campers. Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og atvinnuráðs og umhverfis- og skipulagsráðs til umsagnar.

4. Sala á Útlendingi ehf. (2019120029)

Málinu frestað.

5. Brunavarnaáætlun Brunavarna Suðurnesja (2020100380)

Lögð fram brunavarnaáætlun fyrir Brunavarnir Suðurnesja 2020-2025. Bæjarráð vísar áætluninni til næsta bæjarráðsfundar 3. nóvember 2020.

Brunavarnaáætlun þessi er gerð fyrir starfssvæði Brunavarna Suðurnesja samkvæmt ákvæði í lögum um brunavarnir nr. 75/2000.

6. Beiðni um styrk til Samtakanna '78 - félags hinsegin fólks á Íslandi (2020100350)

Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um kr. 200.000, tekið út af bókhaldslykli 21-011.

Fylgigögn:

Reykjanesbær_S78

7. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 5. og 21. október 2020 (2020010217)

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fylgigögn:

761. stjórnarfundur S.S.S. 5.10.2020
762. stjórnarfundur S.S.S. 21.10.2020

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 16. október 2020 (2020021082)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 889

9. Fundargerðir aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 5., 16., 19. og 26. október 2020 (2020021373)

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 05.10.2010
Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 16.10.2010
Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 19.10.2010
Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 26.10.2010

10. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 16. október 2020 (2020021371)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 51. stjórnarfundar

11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)

a. Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpið. 
b. Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið. 
c. Frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið. 
d. Frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpið.

Umsagnarmál lögð fram.

12. Bygginganefnd Stapaskóla (2019110200)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og fór yfir þær spurningar sem borist hafa vegna frumhönnunar á áfanga 2 Stapaskóla.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50.  Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. nóvember 2020.