1294. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 12. nóvember 2020, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Framlag vegna þjónustusamnings við Karen ehf. – leikskólann Gimli (2020110051)
Helgi Arnarsson sviðsstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn og lagði fram minnisblað frá S. Karen Valdimarsdóttur, rekstrar- og leikskólastýru leikskólans Gimli.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar þessu til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2020.
2. Húsnæði fyrir matarúthlutun (2020110084)
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, kynnti erindið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
3. Lýðheilsustefna – beiðni um umsögn (2019100079)
Drög að lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar lögð fram.
4. Fjárhagsáætlun 2021-2024 (2020060158)
Lögð fram dagskrá vegna vinnu við fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2021-2024.
5. Staða og framtíð Þroskahjálpar á Suðurnesjum og Dósasels (2020080491)
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, fór yfir stöðu málsins. Erindi vegna þessa barst bæjarráði 3. september 2020. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
6. Jólagjafir til starfsmanna (2020110162)
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra. Bæjarráð samþykkir framlagðri tillögu 3-0. Margrét A. Sanders og Baldur
Þ. Guðmundsson sitja hjá.
7. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja 7. október 2020 og fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna 9. nóvember 2020 (2020021373)
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 9.11.2020
Fundargerð almannavarna 7. október 2020
8. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2. október 2020 (2020021147)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
80. stjórnarfundur Heklunnar 02.10.2020
9. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 5. nóvember 2020 (2020010516)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
285. fundur HES 05.11.2020
10. Fundargerð neyðarstjórnar (2020030192)
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.
11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)
Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. nóvember 2020.