Fundargerð 1295. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 19. nóvember 2020, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Stapaskóli, 2. áfangi – frumhönnun og svör við spurningum (2019051608)
Verkefnastjórn Stapaskóla mætti á fundinn og svaraði spurningum varðandi áfanga 2.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að haldið sé áfram með verkefnið.
2. Fjöldahjálparstöð (2020110300)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn, lagði fram minnisblað um útfærslu á neyðarhjálparstöð og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Fylgigögn:
Fjöldahjálparstöð - Erindi til BR 16.11.20
3. Grenndargámar í Reykjanesbæ (2020110301)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti tillögu að grenndargámum í Reykjanesbæ.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.
Fylgigögn:
Erindi til BR 16.11.20
4. Stytting vinnuvikunnar (2019100323)
Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri og Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launadeildar mættu á fundinn. Lagt var fram minnisblað frá miðlægum starfshópi um styttingu vinnuvikunnar þar sem kynntar voru tillögur sem fram hafa komið.
Fylgigögn:
Hvatning til sveitarstjórnarfólks
5. Fjárhagsáætlun 2021-2024 (2020060158)
Lagt fram minnisblað með tillögu að viðauka 3 við fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2020.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsramma bæjarsjóðs Reykjanesbæjar 2021.
6. Árshlutauppgjör janúar-september 2020 (2020030202)
Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og fóru yfir árshlutauppgjör janúar – september 2020.
7. Staða fyrirtækja vegna Covid-19 – fasteignagjöld (2020030360)
Lagt fram minnisblað, samantekt á frestun gjalddaga fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði, sbr. bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga.
Bæjarstjóra falið að svara erindi sem barst.
8. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta (2020110245)
Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um kr. 100.000, tekið út af bókhaldslykli 21-011.
Fylgigögn:
Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta
9. Stjórnsýsluúttekt á velferðarsviði (2020021011)
Málinu frestað.
10. Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 16. nóvember 2020 (2020021373)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 16.11.2020
11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)
a. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
c. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
Umsagnarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember 2020.