1302. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 14. janúar 2021, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Samkomulag við húsfélag Pósthússtrætis 3 (2018070042)
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram samkomulag um mótvægisaðgerðir og greiðslu á útlögðum kostnaði húsfélagsins Pósthússtræti 3, 230 Reykjanesbæ. Samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans, Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y) og Jóhann Friðrik Friðriksson (B). Margrét A. Sanders (D) og Baldur Þ. Guðmundsson (D) sitja hjá.
2. Akstursstyrkur fyrir námsmenn (2020120405)
Lögð fram fyrirspurn varðandi aksturstyrk til námsmanna. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til nánari skoðunar á sameiginlegum vettvangi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
3. Menningarstefna Reykjanesbæjar – beiðni um umsögn (2019051729)
Lögð fram til umsagnar drög að menningarstefnu Reykjanesbæjar. Formaður bæjarráðs beinir því til bæjarráðsmanna að senda athugasemdir til Þórdísar Helgadóttur, forstöðumanns Súlunnar.
4. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.
5. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)
a. Frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. janúar 2021.