1306. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 11. febrúar 2021, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Drög að þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar (2021020193)
Lögð fram drög að þjónustu- og gæðastefnu sveitarfélagsins.
Bæjarráð óskar eftir umsögnum annarra nefnda og ráða Reykjanesbæjar.
2. Lánasjóður sveitarfélaga – framboð í stjórn (2021020194)
Lögð fram auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningum og/eða framboðum til kjörs stjórnar og varastjórnar.
Fylgigögn:
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
3. Umsögn vegna starfsleyfis – Lotus Car Rental ehf. (2021010327)
Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir erindið.
4. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)
a. Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
b. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
Umsagnarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. febrúar 2021.