1308. fundur

25.02.2021 08:00

1308. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 25. febrúar 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Endurfjármögnun EFF (2019060364)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og lagði fram minnisblað varðandi endurfjármögnun skulda Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf.

2. Staða og framtíð Þroskahjálpar á Suðurnesjum (2020080491)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir málið.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til að skoða áfram mögulega aðkomu að starfsemi og rekstri Dósasels en afþakkar boð Þroskahjálpar um yfirtöku á fasteigninni Hrannargötu 8. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.

3. Umsókn um rekstrarstyrk 2021 (2021020573)

Bæjarráð samþykkir að styrkja Samtök um kvennaathvarf um kr. 200.000, tekið af bókhaldslykli 21-011.

Fylgigögn:

Umsókn um rekstrarstyrk 2021

4. Betri Reykjanesbær - framkvæmd hugmyndasöfnunar (2019100329)

Lögð var fram tillaga um útfærslu á framkvæmd hugmyndasöfnunar á íbúavefnum Betri Reykjanesbær á 17. fundi framtíðarnefndar 15. febrúar 2021. Kostnaður áætlaður um kr. 30.000.000.
Bæjarráð samþykkir að fara af stað með verkefnið, tekið af bókhaldslykli 21-011.

5. Tímabundin ráðning breytingarstjóra velferðarsviðs (2021020585)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kynnti tímabundna ráðningu breytingarstjóra á velferðarsviði.

6. Myndavélavöktun (2021020091)

Kynnt drög að reglum Reykjanesbæjar vegna eftirlitsmyndavéla í og við stofnanir sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.

7. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021391)

Lögð fram drög að umhverfis- og loftlagsstefnu Reykjanesbæjar.

8. Ársskýrslur forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs 2020 (2021020295)

Lagðar fram ársskýrslur forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs fyrir 2020.

Fylgigögn:

Skýrsla formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar 2020
Skýrsla forseta bæjarstjórnar 2020

9. Aðalfundarboð HS veitna hf. (2021020699)

Lagt fram aðalfundarboð HS veitna hf. Friðjón Einarsson formanni bæjarráðs falið að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum sem haldinn verður 22. mars 2021.

Fylgigögn:

Aðalfundarborð

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 17. febrúar 2021 (2021010463)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

766. stjórnarfundur SSSS 17.02.2021

11. Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga 29. janúar 2021 (2021020698)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 44

12. Umsagnarmál í samráðsgátt stjórnvalda (2021010326)

Drög að umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi stefnu ráðherra um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 lögð fram.

13. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)

a. Frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál. (Allsherjar- og menntamálanefnd)
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
b. Frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
c. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).141. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
d. Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
e. Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. mars 2021.