1309. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 4. mars 2021, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Atvinnumál (2021030003)
Í gegnum fjarfundabúnað mættu á fundinn Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar, Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar.
2. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ (2019090564)
Erindinu frestað. Stýrihópnum falið að vinna áfram í málinu.
3. Uppgjör staðgreiðslu (2021020390)
Lagt fram minnisblað frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
4. Áskorun varðandi leiðsöguhunda (2021020812)
Lögð fram áskorun frá Hundaræktarfélagi Íslands og Félagi ábyrgra hundaeigenda.
Fylgigögn:
Áskorun HRFI FAH
5. Aðalfundur félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi 25. mars 2021 (2021020753)
Lagt fram aðalfundarboð félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi. Bæjarráð felur Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
Fylgigögn:
Aðalfundarboð landeigenda
6. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 17. desember 2020 (2020010516)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
286. fundur HES 17.12.2020
7. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 25. febrúar 2021 (2021030004)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
287. fundur HES 25.02.21
8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)
a. Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
b. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
Umsagnarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. mars 2021.