1311. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 18. mars 2021, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Selás 20 - áskorun (2019090080)
Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mætti á fundinn og kynnti efnisatriði áskorunar til bæjarráðs dagsett 9. mars 2021.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarlögmanni og Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfissviðs að afla gagna og upplýsinga varðandi þær athugasemdir sem finna má í áskoruninni um stærðir.
2. Húsnæðismál Tjarnargötu 12 (2019050839)
Pálmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tjarnargötu 12 ehf. og Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn og kynntu verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að hefja forhönnun á breytingum á Tjarnargötu 12 og leggja fram ítarlega kostnaðaráætlun vegna breytinganna.
Með því að smella hér opnast frétt frá Ríkiseignum um nútímalegt vinnuumhverfi, áherslur og viðmið.
3. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 26. mars 2021 (2021020194)
Aðalfundarboð lagt fram. Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Lánasjóður sveitarfélaga - fundarboð 2021
4. Fundargerðir stjórnar Kölku sorpeyðingastöðvar sf. 2020 og 2021 (2021030224)
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
Kalka Stjórnarfundur 510 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 511 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 512 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 513 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 514 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 515 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 516 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 517 fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 518 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 519 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 520 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 521 Fundargerð
Kalka Stjórnarfundur 522 Fundargerð
5. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 3. febrúar 2021 (2021030264)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundur 3. feb. 2021 Reykjanesfólkvangur
6. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.
7. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)
a. Frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum, 470. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
b. Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
c. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
d. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
e. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
f. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
Umsagarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. apríl 2021.