1314. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 8. apríl 2021, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Þjónustu- og gæðastefna Reykjanesbæjar – drög (2021020193)
Lögð fram drög og umsagnir að Þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar.
Bæjarráð leggur stefnuna fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 20. apríl 2021.
2. Gatnakerfi Reykjanesbæjar (2021030567)
Lögð fram skýrsla frá Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfissviðs varðandi ástand gatna í Reykjanesbæ.
Bæjarráð samþykkir kr. 130.000.000 til viðhalds gatnakerfis og vísar því til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2021.
Fylgigögn:
Ástand gatna i Reykjanesbæ 2021
3. Starfsáætlanir 2021 (2021020397)
Lagðar fram starfsáætlanir sviða og helstu stofnana Reykjanesbæjar.
4. Varnir mikilvægra innviða (2021030263)
Lögð fram minnisblöð frá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
5. Aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili (2021030003)
Lagt fram yfirlit yfir stöðu verkefna í viðspyrnuáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili
Uppfærð staða verkefna í aðgerðapakka mars 2021
6. Sveitarfélög og COVID-19 – breyting á lögum (2020030360)
Lagt fram.
7. Áskorun um lægra eldsneytisverð á Suðurnesjum (2021040042)
„Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir þær áherslur sem settar hafa verið fram í undirskriftasöfnun sem hópur áhugafólks um lægra eldsneytisverð á Suðurnesjum stendur fyrir.
Bæjarráð telur að bæði sé það eðlilegt og réttlátt að íbúar á Suðurnesjum sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að kaupum á eldsneyti.
Atvinnuástand á Suðurnesjum er nú með allra versta móti í kjölfar áhrifa Covid faraldursins, sem nú hefur varað í rúmlega eitt ár.
Bæjarráð Reykjanesbæjar skorar því á olíufélögin á svæðinu að þau sýni samfélagslega ábyrgð og lækki eldsneytisverð á Suðurnesjum til samræmis við það sem best gerist á höfuðborgarsvæðinu.“
Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Margrét Þórarinsdóttir (M) samþykkja bókunina.
Baldur Þ. Guðmundsson (D) og Margrét A. Sanders (D) sitja hjá.
8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. mars 2021 (2021020026)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 896
9. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Hótel Grásteinn ehf. (2021030087)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. apríl 2021.