1316. fundur

21.04.2021 08:00

1316. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 21. apríl 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Skipulagsbreyting á velferðarsviði (2021020808)

Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri velferðarsviðs og Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mættu á fundinn og kynntu fyrirhuguð drög að skipulagsbreytingum á velferðarsviði Reykjanesbæjar.

2. Aðstaða fyrir borðtennisæfingar (2021040093)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn. Lagt fram bréf frá formanni Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs til frekari skoðunar.

3. Bygging nýs hjúkrunarheimilis (2019050812)

Tekin fyrir drög að samkomulagi um breytingar á samningi vegna tafa sem orðið hafa á framkvæmdum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ.

Bæjarráð samþykkir framkomnar breytingar.

4. Persónuverndarstefnur skóla Reykjanesbæjar (2021040437)

Drög að persónuverndarstefnum lagðar fram.

5. Fundargerðir Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 12. febrúar, 12. mars og 9. apríl 2021 (2021010464)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

82. fundur Heklunnar 12.02.2021 fundargerð
83. fundur Heklunnar 12.03.2021 fundargerð
84. fundur Heklunnar 09.04.2021

6. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 19. mars 2021 (2021010666)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

2021.03.19 Fundur stjórnar RGP nr 58

7. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 13. apríl 2021 (2021030224)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 524. stjórnarfundur Kölku

8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)

a. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Tillaga til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
c. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
d. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
e. Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
f. Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
g. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
h. Frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.

Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35. Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. maí 2021.