1321. fundur

27.05.2021 08:00

1321. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 27. maí 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Aðgengismál fatlaðs fólks (2021050175)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn. Lagt fram yfirlit yfir framkvæmdir sem farið hefur verið í frá 2013 og samantekt frá árinu 2013 um úttektir á mannvirkjum í umsjá Reykjanesbæjar.

Margrét Þórarinsdóttir (M) þakkaði góða yfirferð á málinu.

2. Markaðsmál (2021020545)

Málinu frestað.

3. Plastlaus september 2021 – beiðni um styrk (2021050359)

Ársskýrsla 2020 lögð fram. Ekki er hægt að verða við erindinu um styrk að þessu sinni.

Fylgigögn:

2020 Ársskýsla-PS-1
Styrktarbeiðni frá Plastlausum september 2021

4. Ný lóð fyrir heilsugæslustöð (2021050336)

Lögð fram skýrsla frá Framkvæmdasýslu ríkisins um frumathugun vegna nýrrar heilsugæslu í Reykjanesbæ.
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. maí 2021 og felur Kjartani Már Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu með hliðsjón af umræðum sem fram fóru á fundinum.

„Framkvæmdasýsla ríkisins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leggja fram frumathugun vegna lóðar fyrir nýja heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík. Niðurstaða forathugunar er lóð nr. 9 í skjalinu uppfyllir skilyrðin sem sett eru fram í athugunni betur en aðrar lóðir sem skoðaðar voru.
Umhverfis- og skipulagsráð er sammála staðarvali fyrir nýja heilsugæslustöð sem mun þjóna íbúum Innri-Njarðvíkur vel. Ráðið bendir jafnframt á að íbúum Suðurnesja fer ört fjölgandi og miðað við mannfjöldaspár er brýnt að undirbúningur þriðju heilsugæslustöðvar í sveitarfélaginu hefjist strax.“

5. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)

a. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Tillaga til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. Mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.

6. Fundagerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

7. Aðalfundur Tjarnagötu 12 ehf. 27. maí 2021 (2021050406)

Pálmar Guðmundsson framkvæmdarstjóri Tjarnargötu 12 ehf. mætti á fundinn og fór yfir starfsemi félagsins.
Samþykktur ársreikningur lagður fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. júní 2021.