1322. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 3. júní 2021, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Dalshverfi III – niðurstöður útboðs (2019120008)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn og fóru yfir niðurstöður útboðs vegna Dalshverfis III, 1. áfanga, gatnagerð.
Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði sem er 85,47% af kostnaðaráætlun. Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá samningum við Ellert Skúlason ehf.
Fylgigögn:
Dalshverfi III - niðurstaða útboðs
2. Framkvæmdir í Duus safnahúsum (2021050282)
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi og Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála mættu á fundinn. Einnig sátu Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála fundinn undir þessum lið. Lögð fram frumdrög og kostnaðaráætlun að breytingum á Duus – safnahúsum Reykjanesbæjar.
Bæjarráð þakkar góða kynningu og felur Þórdísi Ósk Helgadóttur forstöðumanni Súlunnar að vinna áfram í málinu.
3. Markaðsmál (2021020545)
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála mættu á fundinn. Lögð fram beiðni um viðbótarframlag kr. 7.400.000 vegna markaðsherferðarinnar „Reykjanesbær – kíktu í heimsókn“.
Bæjarráð samþykkir beiðnina. Tekið af bókhaldslykli 21-011-9220.
4. Endurnýjun meðferðarbekkja í aðstöðu sjúkraþjálfunar á Nesvöllum (2021050405)
Lagt fram erindi um endurnýjun á búnaði. Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
5. Klúbburinn Geysir – styrkumsókn (2021050417)
Lögð fram styrktarbeiðni frá Klúbbnum Geysi.
Bæjarráð hafnar erindinu. Í Reykjanesbæ er starfandi Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja sem er endurhæfingarúrræði fyrir fullorðið fólk með geðheilsuvanda.
Fylgigögn:
Klúbburinn Geysir - styrkumsókn
Litli-Hver - frettablað
Með þér út í lífið - upplýsingabæklingur
6. Fasteignamat 2022 – ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda (2021060035)
Lagt fram. Reykjanesbær hefur þegar lækkað fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði.
Fylgigögn:
Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022
7. Knattspyrnuvöllur á Ásbrú (2021050356)
Lögð fram beiðni frá Knattspyrnudeild Keflavíkur um styrk, kr. 4.000.000 til viðhalds á fótboltavellinum á Ásbrú og að halda þar fótboltanámskeið fyrir krakka og unglinga með áherslu á erlenda íbúa.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. maí 2021 (2021020026)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 898
9. Umsögn vegna starfsleyfis - Bílaleiga BDT ehf. Stapabraut 1 (2021040113)
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir ekki umsóknina með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
10. Umsögn vegna starfsleyfis - Circle Car Rental ehf. Flugvöllum 6 (2021040518)
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
11. Umsögn vegna rekstrarleyfis - Alex Airport Hotel ehf. Aðalgötu 60 (2021050080)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um breytingu á gildandi rekstrarleyfi. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. júní 2021.