1324. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 16. júní 2021, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Endurskipulagning á velferðarsviði (2021020808)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og lagði fram minnisblað um heimild til að ráða í 5 ný stöðugildi á velferðarsviði frá hausti 2021. Áætlaður kostnaður vegna þessara breytingar í ár er kr. 23.750.000.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2021.
2. Fráveita – ný hreinsistöð (2020021108)
Reynir Sævarsson frá Eflu verkfræðistofu, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Konstantinos Pragkastis verkefnastjóri fráveitu mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað um samanburð á valkostum varðandi hreinsun frárennslis í Reykjanesbæ.
Bæjarráð felur sviðstjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.
3. Tengibygging Myllubakkaskóla – niðurstaða útboðs (2021020045)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn og kynntu niðurstöðu útboðs varðandi tengibyggingu C Myllubakkaskóli. Lagt til að hafna tilboði sem barst sem er 43% yfir kostnaðaráætlun.
Bæjarráð hafnar útboðinu og felur sviðstjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.
Fylgigögn:
Myllubakkaskóli Tengibygging - niðurstaða útboðs
4. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn. Lagt til að skoðað verði og metið hvort tími sé kominn að taka skólann í uppfærslu í heild.
Bæjarráð leggur áherslu á að framkvæmdum verði hraðað við Myllubakkaskóla og felur sviðsstjóra umhverfissviða og deildarstjóra eignaumsýslu, í samráði við skólastjórnendur, að leggja fram tillögu að heildstæðri áætlun að fullum endurbótum í áföngum við skólann. Lagt er til að sérstakur vinnuhópur verði skipaður sem hafi umsjón með verkinu.
Fylgigögn:
Myllubakkaskóli - Staða mála
5. Menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030 – drög til umsagnar (2020010070)
Lögð fram drög að Menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030 til umsagnar.
6. Ársskýrsla og ársreikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 2020 (2021060252)
Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 2020.
Fylgigögn:
Ásskýrsla MSS 2020
7. Umsögn vegna tækifærisleyfis - Körfuknattleiksdeild UMFN (2021060222)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30.