1327. fundur

08.07.2021 08:00

1327. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 8. júlí 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Andri Örn Víðisson, Ríkharður Ibsen og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Súlur – breytingar á Tjarnargötu 12 (2021070036)

Lagðar fram teikningar vegna breytinga á 3. hæð Tjarnargötu 12.
Stjórn Tjarnargötu 12 samþykkir að hefja framkvæmdir á 3. hæð Tjarnargötu 12. Áætlaður kostnaður 4-5 milljónir. Það er tekið af eigið fé félagsins.

2. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 29. júní 2021 (2021010009)

Fundargerð lögð fram. Samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 29. júní 2021

3. Umsögn vegna starfsleyfis – Car-rental ehf. Stapabraut 21 (2021060216)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins fyrir sitt leyti.

4. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Bergás ehf. Grófinni 8 (2021050568)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.10.