1330. fundur

05.08.2021 08:00

1330. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 5. ágúst 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Ráðning bæjarlögmanns (2021060143)

Ráðningarferli bæjarlögmanns Reykjanesbæjar er lokið.

Bæjarráð samþykkir að ráða Unnar Stein Bjarndal sem bæjarlögmann frá og með 1. september 2021.

2. Viljayfirlýsing á milli Reykjanesbæjar og Iðunnar H2 (2021070366)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og kynnti viljayfirlýsingu milli Reykjanesbæjar og Iðunnar H2.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykjanesbæjar.

3. Starfhæfi og ákvarðanataka sveitarstjórna vegna COVID-19 (2020030297)

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir, með vísan til 3. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 og ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 27. júlí 2021, að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Reykjanesbæjar.

Heimild þessi tekur gildi 1. ágúst 2021 og gildir til 1. október 2021. Samþykkt 5-0.

Í bréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er vakin athygli sveitarstjórna á nýju heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga og hvetur þau sveitarfélög, sem hyggjast nýta sér það, að ljúka þeirri vinnu fyrir 1. október nk.

Bæjarráð óskar eftir því að forsetanefnd vinni að tillögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar í samræmi við nýtt heimildarákvæði og verði slík tillaga lögð fyrir bæjarstjórn.

Fylgigögn:

Auglýsing um ákv. ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna
Auglysing um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi og nýtt heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:40