1337. fundur

23.09.2021 08:00

1337. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 23. september 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson stýrði fundi, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari

Gestir fundarins tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.

1. Atvinnumál (2021030003)

Hildur Jakobína Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, Helgi Arnarson sviðstjóri fræðslusviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.

2. Húsbúnaður og tæki í nýja endurbætta skrifstofuálmu í Njarðvíkurskóla (2021090376)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn. Lagt fram bréf frá Ásgerði Þorgeirsdóttur skólastjóra Njarðvíkurskóla.

Erindinu frestað.

3. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 7.-8. október 2021 (2021090322)

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2021.

Fylgigögn:

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2021

4. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 6. október 2021 (2021090325)

Lagt fram bréf um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bæjarráð tilnefnir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóra sem fulltrúa Reykjanesbæjar.

5. Innleiðing heimsmarkmiða í sveitarfélögum (2021090373)

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum.

Fylgigögn:

Bréf til sveitarfélaga
Stuðningsverkefni fyrir sveitarfélög á grundvelli Verfærakistu um heimsmarkmiðin

6. Tilnefning í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (2021090337)

Bæjarráð samþykkir óbreytta skipan í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

7. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 14. september 2021 (2021030224)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórnarfundur Kölku nr 528 - Fundargerð

8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. september 2021 (2021010463)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

771. stjórnarfundur S.S.S. 16.09.2021 fundargerð

9. Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi – Fjörheimar félagsmiðstöð (2021090353)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi – Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2021090362)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. október 2021.