1341. fundur

21.10.2021 08:00

1341. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 21. október 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Þróunarreitir - Grófin 2 og Hafnargata 2-4 (2021090502)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri mættu á fundinn.

Bæjarráð felur Sigurgesti Guðlaugssyni að vinna áfram í málinu.

2. Betri Reykjanesbær – skautasvell í skrúðgarði (2019100329)

Bæjarráð heimilar að fært verði af lykli 05-5814 yfir á lykil 05-5711 kr. 9.600.000.

3. Innleiðing heimsmarkmiða í sveitarfélögum (2021090373)

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa vegna innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum.

Bæjarráð tilnefnir Halldóru G. Jónsdóttur aðstoðarmann bæjarstjóra og Baldur Þ. Guðmundsson (D).

Fylgigögn:

Bréf til sveitarfélaga
Stuðningsverkefni fyrir sveitarfélög á grundvelli Verfærakistu um heimsmarkmiðin

4. Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga 8. október 2021 (2021020698)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð - stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 47

5. Fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja 18. október 2021 (2020030519)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

26. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 2008-2024

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

6. Umsögn vegna tækifærisleyfis – ARG viðburðir ehf. (2021100198)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna breytingar á tímasetningar á viðburði á umsókn um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. nóvember 2021.