1343. fundur

04.11.2021 08:00

1343. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 4. nóvember 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Árshlutauppgjör – 9 mánaða rekstraruppgjör og mælaborð (2021040552)

Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds og Jóhann Sævarsson rekstrarfulltrúi mættu á fundinn og kynntu drög að árshlutareikningi Reykjanesbæjar fyrir tímabilið janúar til september 2021.

2. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)

Helgi Arnarson fræðslustjóri og Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi mættu á fundinn. Farið var yfir tillögur sem bárust frá starfshópum sem könnuðu umfang vandans.

Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur. Kostnaður vegna tillagna kr. 19.000.000 tekinn af bókhaldslykli 21011-9220.

3. Ráðningarbréf endurskoðenda (2021100509)

Bæjarráð felur formanni og bæjarstjóra að undirrita ráðningarbréf kjörinna endurskoðenda ársreikninga Reykjanesbæjar.

4. Innleiðing heimsmarkmiða í sveitarfélögum (2021090373)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Samvinna um heimsmarkmiðin

5. Útboð vegna slökkvitækjaþjónustu og útboð fjargæslu, farandsgæslu og þjónustusamnings viðvörunarkerfa (2021110015)

Í ágúst sl. fékk Reykjanesbær Lotu ehf. til að annast útboð í slökkvitækjaþjónustu og annað útboð í fjargæslu, farandgæslu og þjónustu viðvörunarkerfa. Alls bárust sex tilboð í slökkvitækjaþjónustu.

Tvö tilboð bárust í útboð fjargæslu farandgæslu og þjónustu viðvörunarkerfa. Kostnaðaráætlun var 56.385.146 kr.

Securitas 53.884.664 kr.

Öryggismiðstöð 47.983.288 kr.

Lagt fram til upplýsinga.

6. Loftlagsvernd í verki (2021110035)

Bréf barst frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftlagsvernd í verki.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Boð um þáttöku sveitarfélaga

Bréf til framkvæmdarstjórnar

Loftlagsvernd í verki

7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. október 2021 (2021020026)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. október 2021 

8. Fjárhagsáætlun 2022 (2021060488)

Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn.

 

Formaður óskar eftir því að eftirfarandi mál yrði tekið á dagskrá fundarins.

9. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja (2021110091)

Jóhann Friðrik Friðriksson fulltrúi Reykjanesbæjar í stjórn sjóðsins óskar eftir lausn frá setu í stjórn.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Evu Stefánsdóttur í stjórn sjóðsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. nóvember 2021.