1344. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 11. nóvember 2021, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Gestir fundarins komu inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1. Jafnlaunavottun - launagreining (2019120131)
Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launadeildar og Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mættu á fundinn og kynntu niðurstöður launagreiningar vegna jafnlaunavottunar 2021.
Bæjarráð fagnar niðurstöðu greiningar jafnlaunavottunar sem sýnir að ekki greinist marktækur kynbundinn launamunur hjá Reykjanesbæ.
Fylgigögn:
Jafnlaunagreining 2021 RNB
2. Dalshverfi III - úthlutunarreglur (2019050472)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað um úthlutun lóða í Dalshverfi III.
Bæjarráð samþykkir úthlutunarreglur vegna norðurhluta Dalshverfis III og heimilar að farið verði í kynningu á þeim hluta hverfisins.
3. Tjarnargata 12 – breytingar á húsnæði (2019050839)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Jón Stefán Einarsson frá JeES arkitektar mættu á fundinn og kynntu þrjár tillögur að næstu skrefum varðandi breytingar á Tjarnargötu 12.
Málinu frestað og Friðjóni Einarssyni stjórnarformanni T12 falið að afla frekari upplýsinga.
4. Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð - ósk um samstarf og styrk (2021110131)
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
Fylgigögn:
Reykjanesbær styrkumsókn 2021
5. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2022 (2021110134)
Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um kr. 200.000, tekið út af bókhaldslykli 21-011-9220.
Fylgigögn:
Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2022
6. Fundargerðir Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 11. júní, 10. september og 5. nóvember 2021 (2021010464)
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
86. fundur Heklunnar fundargerð 11.06.2021
87. fundur Heklunnar fundargerð 10.09. 2021
88. fundur Heklunnar fundargerð 05.11.2021
7. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 9. nóvember 2021 (2021030130)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 60. stjórnarfundar BS
8. Fjárhagsáætlun 2022 (2021060488)
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn. Lagðar fram til kynningar fjárhagsáætlanir frá Brunavörnum Suðurnesja, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Heklunni, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og Kölku og tillögur minnihlutans til hagræðingar.
Fylgigögn:
Bókun minnihluta bæjarstjórnar á fundi nr. 619
Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
9. Stafræn umbreyting sveitarfélaga (2019110248)
Bæjarráð samþykkir þátttöku og framlög sveitarfélagsins um samstarf í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2022. Heildarkostnaður við verkefnið er kr. 12.012.658, vísað til fjárlagsáætlunargerðar 2022.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðið fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. nóvember 2021.