1346. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 25. nóvember 2021, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Allir gestir fundarins komu inn á fundinn gegnum fjarfundabúnað.
1. Mælaborð mannauðs- og launadeildar (2021040621)
Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri og Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launadeildar mættu á fundinn og kynntu mælaborð mannauðs- og launadeildar.
2. Menningarsjóður (2021010178)
Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi mætti á fundinn. Vegna Covid var ekki hægt að ljúka öllum verkefnum sem höfðu fengið styrkveitingu frá menningarsjóði á árinu, óskað er eftir að fá að nýta vannýtt fjármagn í Aðventugarðinn. Upphæðin sem um ræðir er kr. 855.000, færist af bókhaldalykli 05-810 yfir á bókhaldslykil 05-711.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.
3. Sjálfbærni Reykjanesbæjar – ISO staðall 37120 (2021010385)
Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og kynnti ISO staðalinn 37120 fyrir sjálfbærar borgir sem mælir þjónustuveitingu borga og sveitarfélaga.
Bókun framtíðarnefndar frá 17. nóvember 2021:
„Framtíðarnefnd leggur til að Reykjanesbær hætti þátttöku í Framfaravoginni og taki upp mælingar í samræmi við ISO37120 staðalinn. Málinu er vísað til bæjarráðs.“
Bæjarráð samþykkir að hætta þátttöku í Framfaravoginni.
4. Umsókn um sólarhringsþjónustu (2021050449)
Ólafur Garðar Rósinkarsson verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks mætti á fundinn. Tekin var fyrir beiðni um fjármagn vegna beingreiðslusamnings.
Bæjarráð samþykkir fjárheimild vegna beingreiðslusamnings kr. 4.420.198 fyrir árið 2021.
5. Erindi frá árshátíðarnefnd (2021110339)
Beiðni barst frá árshátíðarnefnd með tillögum um ráðstöfun fjárheimildar sem áætluð var vegna árshátíðar sveitarfélagsins sem ekki var unnt að halda vegna Covid.
Bæjarráð hafnar erindinu.
6. Fundargerðir stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 8. október og 9. nóvember 2021 (2021030224)
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 529. stjórnarfundur Kölku
Fundargerð 530. stjórnarfundur Kölku
7. Umsögn um tækifærisleyfi - Körfuknattleiksdeild UMFN (2021110482)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. Fjárhagsáætlun 2022 (2021060488)
Lagt fram minnisblað um tillögur að breytingum á fjárhagsramma 2022:
Tillögur minnihlutans bókaðar á bæjarstjórnarfundi 2. nóvember 2021:
Tillaga 3: Ekki verði ráðið í heila stöðu lögfræðings eins og áætlað er. Mikið mæðir á lögfræðingi bæjarins og leggjum við til að skoðaðir verði möguleikar á samstarfi við háskólana um að hluti af námi verði í formi vinnu sem aðstoðarmenn við lögfræðing á stjórnsýslusviði eða ráðið í hlutastarf. Hafnað með 3 atkvæðum meirihluta bæjarráðs.
Tillaga 4: Framtíðarnefnd verði lögð niður. Verkefni framtíðarnefndar verði flutt annars vegar til menningar- og atvinnuráðs og hins vegar til umhverfis- og skipulagsráðs. Hafnað með 3 atkvæðum meirihluta bæjarráðs.
Tillaga 5: Lýðheilsuráð verði lagt niður. Verkefni lýðsheilsuráðs verði flutt annars vegar til íþrótta- og tómstundarráðs og hins vegar til velferðarráðs. Hafnað með 3 atkvæðum meirihluta bæjarráðs.
Breytingar á gjaldaramma bæjarsjóðs vegna framlaga til BS, SSS og HES:
1. BS: Hækka þarf framlag á árinu 2022 um 17.000.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
2. SSS: Hækka þarf framlag á árinu 2022 um 16.775.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
3. HES: Hækka þarf framlag á árinu 2022 um 3.685.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
4. Almannavarnir: Hækka þarf framlag á árinu 2022 um 2.500.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
Endurútreikningur á tekjuáætlun sem snýr að útsvari sem rætt var á bæjarráðsfundi 11. nóvember 2021 og kynnt á fundi bæjarráðs 18. nóvember:
Samkvæmt framlagðri uppfærðri tekjuáætlun er lagt til að hækka útsvartekjur í fjárhagsáætlun 2022 um 523.856.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
Tillögur meirihluta eftir yfirferð á bæjarráðsfundi 25. nóvember 2021:
Tillaga 1: Velferðarsvið – liðveisla: hækkun gjaldaramma um 10.000.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
Tillaga 2: Velferðarsvið – Sérstakur húsnæðisstuðningur: hækkun gjaldaramma um 8.000.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
Tillaga 3: Velferðarsvið – Skjólið: hækkun gjaldaramma um 15.000.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
Tillaga 4: Fræðsluskrifstofa – Dagforeldrar: Niðurgreiða daggæslu frá 18 mánaða aldri og hækka gjaldaramman um 17.000.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
Tillaga 5: Íþrótta- og tómstundasvið – Hvatagreiðslur: Hækka hvatagreiðslur um 5.000 og hækka því gjaldaramma um 8.000.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
Tillaga 6: Stjórnsýslusvið – bæjarráð: Hækkun gjaldaramma vegna ritunar Sögu Keflavíkur 1949-1994 um 4.800.000. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
Tillögur meirihlutans, lagt fram á bæjarráðsfundi 25.nóvember 2021:
1. Bæjarráð samþykkir að veita Ungmennaráði kr. 5.000.000.-kr. til ráðstöfunar á árinu 2022 eins og áður hefur verið gert. Fjármunum verði ráðstafað í einhver þeirra verkefna sem tilgreind voru á fundi ráðsins með bæjarstjórn þann 16.nóvember sl. í samráði við stjórnendur. Bæjarráð samþykkur með öllum atkvæðum.
2. Bæjarráð samþykkir að veita Súlunni - verkefnastofu kr. 6.000.000,- kr. til ráðstöfunar á árinu 2022 eins og áður hefur verið gert. ( 2020, 2021 ). Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum.
Tillögur að breytingu á fjárfestingaáætlun 2022:
Í drögum að fjárhagsáætlun 2022 til 2025 sem kynnt voru í fyrri umræðu bæjarstjórnar var gert ráð fyrir 500.000.000,- í grunnfjárfestingar á árinu 2022 en lagt var fram skjal á bæjarráðsfundi 18. nóvember sl. þar sem lagt er til að hún verði 580.000.000.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir með 3 atkvæðum, minnihluti bæjarráðs situr hjá.
Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
9. Jólagjafir starfsmanna 2021 (2021110466)
Lagt fram minnisblað varðandi tillögu að jólagjöf til starfsmanna 2021. Lagt til að í ár verði jólagjöfin sú sama og síðasta ár. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og viðbótar fjárveitingu kr. 10.000.000 af bókhaldslykli 21011-9220.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. desember 2021.