1350. fundur

23.12.2021 08:00

1350. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 23. desember 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Andri Örn Víðisson, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Þróunarreitir (2021090502)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu mættu á fundinn.

Magnús Guðmundsson og Sigurgeir Rúnar Jóhannsson frá Reykjanes Investment ehf. og Elias Beck frá Arkþing Nordic ehf arkitektar kynntu tillögu að þróunarreitnum.

Áskell Agnarsson og Agnar Áskelsson frá Húsagerðinni hf. og Jón Stefán Einarsson frá JeEs arkitektar kynntu tillögu að þróunarreitnum.

Afgreiðslu málsins frestað.

2. Myllubakkaskóli (2021050174)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mættu á fundinn og kynntu drög að skýrslu frá Eflu verkfræðistofu.

Bæjarráð heimilar verkefnastjórn að halda áfram með verkefnið í samræmi við umræður á fundinum og fyrirliggjandi gögn.

3. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 15. desember 2021 (2021010463)

Fundargerð lögð fram.

Bæjarráð tekur undir ályktun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum frá sjötta máli fundargerðarinnar.

„Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um fjárlög 2022, 1.mál, dags. 06.12.2021.

Þann 19. júní 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Með þingsályktuninni var ríkisstjórninni falið að skipa starfshóp fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum og fimm sérfræðinga úr forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti (nú félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti) til að vinna tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun á svæðinu.

Í framhaldi af undirbúningsvinnu ráðuneytisins og með hliðsjón af ályktun Alþingis skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í ágúst 2019, starfshóp til að vinna að framgangi verkefnisins og vera um leið formlegt samráðsteymi með vísan til byggðaáætlunar.

Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðu í maí 2020 í formi aðgerðaráætlun en þar segir m.a.:
„Lagt er til að viðkomandi fagráðuneyti skoði og meti nánar fjárframlög til einstakra stofnana á Suðurnesjum við fjárlagagerð 2021 og vinnslu fjármálaáætlunar yfirstandandi árs. Þannig verði strax hægt að greina úrbótatækifæri af hálfu ríkisvaldsins m.a. í formi hærri fjárveitinga sem taki mið af íbúavexti og umfram allt hlutlægu mati á þjónustuþörf“.

Ekki er hægt að sjá að fjárlög 2022 taki tillit til tillagna starfshópsins. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum ítrekar þessa niðurstöðu og hvetur fjárlaganefnd til þess að hafa hana að leiðarljósi við gerð fjárlaga 2022.“

Fylgigögn:

774. fundur stjórnar SSS 15122021

4. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 14. desember 2021 (2021030224)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 531. stjórnarfundur Kölku

5. Umsókn um tímabundið áfengisleyfi – Knattspyrnudeild Keflavíkur (2021120368)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)

a. Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á nýgengni krabbameina á Suðurnesjum, 138. mál.

Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lagt fram.


Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

7. Fundargerðir neyðarstjórnar 2021 (2021010061)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. janúar 2022.