1354. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 20. janúar 2022, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2022010328)
Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri Fasteigna Reykjanesbæjar og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn og kynntu kauptilboð í fasteignina Njarðarbraut 20, 260 Reykjanesbæ.
Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkir framlögð skjöl frá Pálmari Guðmundssyni framkvæmdastjóra félagsins og felur honum að undirrita þau. Margrét A. Sanders samþykkir með fyrirvara um lagalega heimild lóðabreytinga og nýtingu lóðar.
2. Lausar leikskólaeiningar (2022010319)
Helgi Arnarsson sviðsstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn og lagði fram erindi frá fræðslusviði um kaup á lausum kennslueiningum við leikskólann Holt til að mæta mikilli fjölgun leikskólabarna ásamt kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi um kaup á lausum kennslueiningum. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir lýsir sig vanhæfa við afgreiðslu erindisins.
Fylgigögn:
Erindi til bæjarráðs - lausar kennslueiningar Holt
3. Myllubakkaskóli (2021050174)
Helgi Arnarsson sviðsstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn og kynnti stöðu á framkvæmdum vegna Myllubakkaskóla og næstu skref.
4. Suðurnesjalína 2 (2019050744)
Lagt fram bréf frá Landsneti hf.
5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. janúar 2022 (2022010311)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 905
6. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 2. desember 2021 (2021030070)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
40. fundur stjórnar 2. desember 2021
7. Umsögn vegna starfsleyfis - Kú Kú Campers ehf. Klettatröð 12 (2022010076)
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
8. Umsögn vegna starfsleyfis - Bílaleiga Keflavíkur Iðavellir 4 (2022010145)
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
9. Fundargerðir neyðarstjórnar (2022010209)
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. febrúar 2022.