1357. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 10. febrúar 2022, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
Gestir koma inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
1. Uppgjör vegna Njarðvíkurskóla (2021040120)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu og Jón Garðar Snædal Jónsson eftirlitsmaður nýframkvæmda mættu á fundinn. Farið var yfir framkvæmdir sem farið var í og aukaverk sem komu upp á framkvæmdartíma.
2. Ledvæðing götulýsingar í Reykjanesbæ (2022020231)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mættu á fundinn. Lagt fram erindi þess efnis að fá afstöðu bæjarráðs hvort flýta megi LED-væðingu Reykjanesbæjar.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og kanna fjármögnun verksins.
3. Leikskólamál í Innri-Njarðvík (2022010319)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Regína F. Guðmundsdóttir mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað um breytingu á samþykkt vegna kaupa á lausum kennslueiningum.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
4. Skiltahandbók (2022010278)
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar mætti á fundinn og kynnti verkefni um samræmt útlit á skiltum sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Bæjarráð samþykkir að halda verkefninu áfram í samstarfi við Kadeco.
5. Framkvæmdaáætlun velferðarnets - sterkrar framlínu (2021030184)
Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála og Eydís Rós Ármannsdóttir, verkefnastjóri velferðarnets - sterkrar framlínu, mættu á fundinn og kynntu drög að Nýsköpunaráætlun um þróun velferðarþjónustu á Suðurnesjum 2022.
Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar fram komnum tillögum og styður áframhaldandi vinnu við verkefnið. Tryggja þarf áframhaldandi aðkomu og fjárstuðning ríkisins við verkefnið þar sem um tilraunaverkefni er að ræða, þar sem ætlunin er að innleiða það víðar, að þróun þess og undirbúningi loknum.
6. Innkaupastefna og innkaupareglur Reykjanesbæjar (2022020159)
Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri og og Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mættu á fundinn og kynnti drög að innkaupastefnu Reykjanesbæjar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá sviðsstjórum.
7. Áheyrnarfulltrúar ungmennaráðs í kjörnum nefndum og ráðum (2022010077)
Lögð fram tillaga að aðkomu ungmennaráðs í fagnefndir og -ráð Reykjanesbæjar.
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að heimila Ungmennaráði Reykjanesbæjar að tilnefna áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt á fundi fagnefnda og -ráða sveitarfélagsins; annarra en barnaverndarnefndar og bæjarráðs enda er bæjarráð ekki skilgreint sem fagnefnd eða -ráð.
Stjórn Ungmennaráðsins mun fá fundarboð allra fagnefnda og -ráða. Ef Ungmennaráðið vill hafa áheyrnarfulltrúa á fundum þá er því frjálst að gera það. Umsjónarmaður ráðsins bókar þá áheyrnarfulltrúa á næsta fund nefndarinnar/ráðsins samkvæmt fyrirfram samþykktum lista yfir áheyrnarfulltrúa Ungmennaráðs. Um þá gilda sömu lög og reglur og aðra nefndarmenn m.a. um trúnað og hæfi.
Um tilraun er að ræða sem hefst strax og stendur til loka yfirstandandi kjörtímabils. Á tilraunatímanum verður ekki greitt fyrir fundarsetuna. Að tilraunatímabili loknu verður reynslan metin og ákveðið af nýrri bæjarstjórn, í samráði við forstöðumenn málaflokka og ungmennaráð, hvort framhald verður á og hvernig því skuli háttað. Verði það niðurstaðan þarf að uppfæra erindisbréf nefnda og ráða ásamt samþykktir Reykjanesbæjar.
Samþykkt 5-0.
8. Forkaupsréttur vegna sölu á Sandvík KE-79 (2022020168)
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.
9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 4. febrúar 2022 (2022010311)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 4. febrúar 2022
10. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Ravensbnb ehf. að Sjávargötu 28 (2022010387)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Sjávargötu 28. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir veitingu bráðabirgðaleyfis þar til endurskoðað aðalskipulag verður samþykkt.
11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)
a. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. febrúar 2022.