1360. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 3. mars 2022, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Margrét A. Sanders.
Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll, varamaður Díana Hilmarsdóttir sat fundinn. Guðbrandur Einarsson boðaði forföll, varamaður Birgir Bragason sat fundinn.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Gestir fundarins koma inn á fundinn gegnum fjarfundabúnað.
1. Drög að upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar (2022021198)
Hrefna Gunnarsdóttir persónuverndarfulltrúi og Magnús Bergmann Hallbjörnsson verkefnastjóri tölvu og upplýsingatækniöryggis mættu á fundinn og kynntu drög að upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar.
Bæjarráð vísar drögum að upplýsingaöryggisstefnu til annarra ráða og nefnda Reykjanesbæjar til umsagnar.
2. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 24. febrúar 2022 (2019110200)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn og fóru yfir verkefnastöðu framkvæmda við Stapaskóla.
3. Myllubakkaskóli (2021050174)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn og kynntu stöðu verkefna við endurbætur á húsnæði Myllubakkaskóla.
Bæjarráð stefnir að því að fara í heimsókn í Myllubakkaskóla fljótlega.
4. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ (2019090564)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Lagt fram erindi um framlenging á samningi við Bus4U.
Málinu frestað. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
5. Skólamál (2022030013)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi mættu á fundinn. Lagt fram erindi vegna rekstrarkostnaðar sem kemur til vegna fjölgunar leikskólabarna í Reykjanesbæ.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2022, kr. 21.000.000.
6. Óskipt land í Höfnum (2022030022)
Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mætti á fundinn.
Bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson kynnti málið. Um er að ræða óskipt land i Höfnum þar sem sveitarfélagið á um 8%.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
7. Kaup eða leiga á landareignum ríkisins í Reykjanesbæ (2019100188)
Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mætti á fundinn. Bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson fór yfir málið.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
8. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 11. febrúar 2022 (2022010626)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð - stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 49
9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. febrúar 2022 (2022010469)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
776. fundur stjórnar SSS
10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. febrúar 2022 (2022010311)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 907
11. Umsögn um tækifærisleyfi – Árshátíð grunnskóla Reykjanesbæjar (2022021234)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
12. Umsögn um tímabundið áfengisleyfi – Körfuknattleiksdeild UMFN (2022021244)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
13. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)
a. Til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál.
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið.
b. Til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið.
Umsagnarmál lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
14. Reykjanes Aurora ehf. - óleyfisframkvæmd (2021080574)
Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mættu á fundinn.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við Unnar Stein Bjarndal bæjarlögmann. Utanaðkomandi lögmannskostnaður verður greiddur af Reykjanesbæ, bókhaldslykill 21415.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. mars 2022.