1361. fundur

10.03.2022 08:00

1361. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 10. mars 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi.

Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll, varamaður Díana Hilmarsdóttir sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Gestir fundarins komu inn í gegnum fjarfundarbúnað.

Formaður lagði til að tekið yrði á dagskrá þriðja mál úr fundargerð velferðarráðs frá 9. mars 2022. Var það samþykkti samhljóða og er fjallað um málið í fundarlið 11.

1. Rekstraruppgjör 2021 (2021040552)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir rekstraruppgjör Reykjanesbæjar 2021.

2. Beiðni um fjármagn vegna aðgerða í Ramma (2022030093)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu og Eva Kristín Dal safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar mættu á fundinn. Lagt fram erindi vegna framkvæmda sem þarf að fara í vegna meindýra sem ógna safnkosti byggðarsafnsins. Kostnaðaráætlun vegna þessa er kr. 6.600.000.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2022.

3. Suðurnesjalína 2 (2019050744)

Lögð fram bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga frá 2. mars 2022.

Fylgigögn:

Bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga Suðurnesjalína 2 áskorun til sveitarfélaga

4. Almenningssamgöngur (2019090564)

Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mætti á fundinn.

Bæjarráð samþykkir að framlengja samning við Bus4U til tveggja ára, Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

5. Vinnuskólinn 2022 (2022030224)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Berglind Ásgeirsdóttir umhverfisstjóri mættu á fundinn og lögðu fram þrjár tillögur varðandi ráðningar í vinnuskólann fyrir starfsárið 2022.

Málinu frestað.

6. Skapandi sumarstörf (2021010362)

Málinu frestað.

7. Forkaupsréttur vegna sölu á Votabergi KE-037 (2022030186)

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita yfirlýsingu þar um.

8. Umsögn um tímabundið áfengisleyfi – Knattspyrnudeild Keflavíkur (2022021244)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

a. Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið

Umsagnarmál lögð fram.

10. Umsagnarmál í samráðsgátt (2022010082)

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.

Umsagnarmál lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

 

11. Samræmd móttaka flóttafólks og menntun barna (2022020555)

Hera Ó. Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn. Óskað er eftir heimild að ráða tímabundið í stöðugildi til að unnt verði að sinna þjónustu í samræmi við þjónustusamning um móttöku, aðstoð og þjónustu við flóttafólk til að bregðast við auknum flóttamannastraumi frá Úkraínu. Gert er ráð fyrir að ráða þrjá starfsmenn tímabundið.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Heru Ó. Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs og Helga Arnarssyni sviðsstjóra fræðslusviðs að vinna áfram í málinu.

 

Eitt trúnaðarmál var tekið utan dagskrár.

Málinu frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin verður tekin til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. mars 2022.