1362. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 17. mars 2022 kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll, varamaður Díana Hilmarsdóttir sat fundinn.
Að auki sat fundinn Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
Gestir fundarins komu inn í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekin yrði á dagskrá fundargerð aðalfundar HS Veitna hf. 10. mars 2022 og fjallað er um málið í fundarlið nr. 12.
1. Vinnuskólinn 2022 (2022030224)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Berglind Ásgeirsdóttir umhverfisstjóri og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfissviðs mættu á fundinn.
Bæjarráð heimilar að auglýsa stöður í vinnuskólanum fyrir 8, 9 og 10. bekk í Reykjanesbæ.
2. Skapandi sumarstörf (2021010362)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Berglind Ásgeirsdóttir umhverfisstjóri og Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi mættu á fundinn.
Verkefnið var styrkt af ríkinu vegna falls WOW og heimsfaraldurs, sú styrkveiting er ekki til staðar lengur og er því verkefninu lokið.
3. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 14. mars 2022 (2019110200)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti stöðu verkefna við áfanga III Stapaskóla (leikskóli).
Fundargerð lögð fram.
4. Greiðslur til skólastjórnenda vegna vinnu við smitrakningu (2022010423)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Regína F. Guðmundsdóttir mættu á fundinn.
Lagt fram erindi frá félagi skólastjórnenda á Reykjanesi um greiðslu til skólastjórnenda vegna vinnu við smitrakningu utan dagvinnutíma. Heildargreiðslur vegna þeirrar vinnu eru kr. 4.933.888.
Bæjarráð samþykkir að leggja út fyrir þessum viðbótargreiðslum til skólastjórnenda við smitrakningu utan dagvinnutíma, tekið af bókhaldslykli 9220-21011, en sækir jafnframt á ríkið að koma að þeim kostnaði.
5. Lóð í Helguvík – erindi frá Almex (2022010439)
Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn.
Máli frestað.
6. Vallargata 4 - eignarlóð til sölu (2022030254)
Lagt fram sölutilboð frá eigendum Vallargötu 4.
Ekki er hægt að verða við erindinu að sinni þar sem ekki liggur fyrir mat á verðmæti lóða í sveitarfélaginu.
7. Aðalfundur félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi 7. apríl 2022 (2022030390)
Lagt fram aðalfundarboð Félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi sf.
Bæjarráð felur Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.
8. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja 9. febrúar 2022 (2022020425)
Fundargerð lögð fram.
9. Umsókn um tímabundið áfengisleyfi - Ungmennafélag Njarðvíkur (2022030392)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
10. Umsagnarmál í samráðsgátt – umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga (2022010082)
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga
Umsagnarmál lagt fram.
11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)
a. Frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál
Með því að smella hér opnast drög að fraumvarpi til laga
b. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga
Umsagnarmál lögð fram.
12. Fundargerð aðalfundar HS veitna hf. 10. mars 2022 (2022020836)
Fundargerð lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2022.