1366. fundur

13.04.2022 08:00

1366. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 13. apríl 2022 , kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Guðbrandur Einarsson boðaði forföll, varamaður Valgerður Björk Pálsdóttir sat fyrir hann. Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll, varamaður Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir sat fyrir hann.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekin yrði á dagskrá mál 6 Sumarstörf ungs fólks frá fundargerð Íþrótta- og tómstundaráði dagsett 12. apríl 2022. Er fjallað um málið undir fundarlið 10.

1. Ársreikningur 2021 (2021110292)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og fóru yfir drög að ársreikning Reykjanesbæjar fyrir árið 2021.

Bæjarráð vísar ársreikningi í endurskoðun og fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2. Beiðni um fjármagn vegna þjónustu á heimili (2022030238)

Ólafur G. Rósinkarsson teymisstjóri í málefnum fatlaðra mætti á fundinn gegnum fjarfundarbúnað. Lagt var fram erindi um dag- og næturþjónustu vegna einstaklings á grundvelli notendasamnings við umsækjendur á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Um er að ræða beingreiðslusamning kr. 2.621.611 fyrir árið 2022 umfram fjárheimildir.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2022.

3. Skuld Reykjaneshafnar við Reykjanesbæ (2021110602)

Bréf barst frá Stjórnarráði Íslands um að bæjarstjórn Reykjanesbæjar væri veitt heimild til að gefa eftir kröfu á Reykjaneshöfn samkvæmt 3. mgr. 18. gr. hafnalaga, nr. 61/2003.

Fylgigögn:

Heimild til eftirgjafar á kröfu á Reykjaneshöfn

4. Umsjón með Seltjörn (2022030840)

Tekið fyrir 8. mál frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. mars 2022. Bláa Lónið býðst til að styðja samfélagið á Reykjanesi með því að taka að sér umsjón með Seltjörn og umhverfi hennar þannig að hún nýtist vel íbúum og gestum þeirra með erindi dags. 22. mars 2022.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

5. Bjarg íbúðafélag – ósk um samstarf (2022020120)

Lögð fram viljayfirlýsing frá Bjargi íbúðafélagi um uppbyggingu leiguíbúða á grundvelli laga um almennar íbúðir.

Málinu frestað.

6. Tilraunaverkefni með Reykjanesbæ (2022040242)

Sigurður Halldórsson forstjóri og Karl Eðvaldsson, Umhverfisverkfræðingur Pure North ehf mættu á fundinn gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

7. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 1. apríl 2022 (2022010626)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð - stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 50

8. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 7. apríl 2022 (2022020957)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 63. stjórnarfundar. 7. apríl 22

9. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

a. Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál. -
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.

Umsagnarmál lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

10. Sumarstörf ungs fólks (2022010275)

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. apríl 2022.