1368. fundur

05.05.2022 08:00

1368. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 5. maí 2022 , kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fagháskólanám í leikskólakennarafræðum (2022050023)

Háskóli Íslands og Keilir hafa boðið upp á fagháskólanám í leikskólakennarafræðum, HÍ hefur borið faglega ábyrgð á náminu og Keilir borið ábyrgð á umsýslu.

Stefnt er að því að halda áfram með námið og er Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

2. Nesvellir íbúðir – eignarhlutur Reykjanesbæjar (2022050048)

Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs fór yfir málið.

Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á aðalfundi félagsins 9. maí 2022 að undangenginni könnun Unnars Steins Bjarndal bæjarlögmanns og Regínu F. Guðmundsdóttur fjármálastjóra.

3. Erindi frá foreldrafélögum Stapaskóla (2022050044)

Lagt fram.

Bæjarráð felur Helga Arnarsyni sviðsstjóra fræðslusviðs og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

4. Bjarg íbúðafélag – umsókn um stofnframlag (2022020120)

Lagt fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem óskað er eftir staðfestingu frá Reykjanesbæ vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags.

Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 1.023.781.176. Stofnframlagið skal endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 og reglur bæjarins um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember 2016. Greiðsla stofnframlagsins verður í samræmi við 10. gr. sömu reglna.

5. Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins – umsókn um stofnframlag (2022050057)

Lagt fram erindi frá Brynju, Hússjóði ÖBÍ þar sem sótt er um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.

Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 350.476.541. Stofnframlagið skal endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 og reglur bæjarins um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember 2016. Greiðsla stofnframlagsins verður í samræmi við 10. gr. sömu reglna.

6. Hrafnista Reykjanesbæjar – ársreikningar (2022050052)

Lagðir fram ársreikningar Hrafnistu Reykjanesbæ.

7. Markaðsstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2021110284)

Markaðsstefna Reykjanesbæjar lögð fram til kynningar.

8. Forkaupsréttur vegna sölu á Lómi KE-067 (2022050065)

Kauptilboð hefur borist í Lóm KE-067 sem sveitarfélagið Reykjanesbær hefur forkaupsrétt á.

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna sölu á Lómi KE-067 og felur Kjartani Má Kjartanssyni að undirrita samninginn þar að lútandi.

9. Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 24. febrúar, 10. mars og 7. apríl 2022 (2022010404)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

28. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja_24022022
29. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja_10032022
30. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja_07042022

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 20. apríl 2022 (2022010469)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

778. fundur_20042022

11. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27. apríl 2022 (2022010311)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 909

12. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

a. Frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun), 582. mál.
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.
b. Frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.
c. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.
d. Frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.
Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. maí 2022.