1375. fundur

30.06.2022 08:00

1375. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 30. júní 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Markaðsstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2021110284)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála mættu á fundinn og kynntu drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar.

2. Stuðningur við afreksíþróttafólk (2022060432)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.

Tekið fyrir erindi sem barst frá Sundráði ÍRB 19. júní 2022 vegna íþróttafólksins Evu Margrétar Falsdóttur og Fannars Snævars Haukssonar. Þar er óskað eftir styrk í formi vinnulauna frá Vinnuskóla í átta vikur.

Formaður bæjarráðs leggur til að orðið verði við ósk sundráðs ÍRB og í samræmi við tillögu Hafþórs B. Birgissonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar, um stuðning við Evu Margréti Falsdóttur og Fannar Snævar Hauksson.

Stuðningurinn felst í því að viðkomandi verði ráðin til vinnu hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar í 120 stundir, á sambærilegum launum og aðrir 17 ára unglingar. Áætlaður kostnaður er um 530.000 kr. Þessi ráðning er án vinnuframlags og gefur viðkomandi tækifæri til iðka íþrótt sína af fullum krafti í sumar. Samþykkt 5-0.

Bæjarráð leggur til að íþrótta- og tómstundaráð hefji endurskoðun á reglum sveitarfélagsins um íþrótta- og afrekssjóð.

3. Beiðni um fjármagn vegna vistunarúrræðis (2022060418)

Ólafur G. Rósinkarsson, verkefnastjóri í málefnum fatlaðra, mætti á fundinn og lagði fram beiðni um fjármagn kr. 59.981.010 fyrir árið 2022 vegna vistunarúrræðis fyrir fatlaðan einstakling.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2022.

4. Gatnagerðargjöld – Ásahverfi (2022060569)

Lagt fram erindi frá Anný ehf. Óskað er eftir afslætti af gatnagerðargjöldum.

Bæjarráð hafnar erindinu 4-0, Margrét A. Sanders Sjálfstæðisflokki situr hjá.

5. Stærðarviðmið við hönnun nýrra leikskóla (2022010319)

Lagt fram minnisblað frá Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfissviðs og Helga Arnarsyni sviðsstjóra fræðslusviðs um að sveitarfélagið setji sér ákveðin stærðarviðmið við hönnun skólabygginga sem styðji við nútímakröfur og hagkvæmni í byggingu þeirra.

Málinu frestað.

6. Siðareglur kjörinna fulltrúa (2022060218)

Vísað til fagnefnda bæjarins til kynningar og staðfestingar.

7. Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar (2022060508)

Bæjarráð samþykkir 5-0 framlagða tillögu Brúar lífeyrissjóðs um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri í réttindasafn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2022 verði 72%.

Fylgigögn:

Endurgreiðsluhlutfall ER 2022
Tillaga um endurgreiðsluhlutfall 2022

8. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - ársreikningur 2021 (2022060517)

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Bréf frá EFS til sveitarstjórnar vegna ársreiknings 2021

9. Fundargerð samráðsteymis ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum 15. mars 2022 (2022060521)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

14. fundur fundargerð Suðurnes samráðsteymi

10. Ráðningarsamningur bæjarstjóra (2022060066)

Lagt fram minnisblað.

Margrét Þórarinsdóttir lagði fram bókun frá Umbót:

„Umbót tekur undir fyrirspurnir og athugasemdir Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarfélag okkar er að rétt að hefja jákvæða fjárhagslega uppbyggingu eftir ansi mörg mögur ár í kjölfar hruns. Má þar nefna að starfsmenn Reykjanesbæjar tóku á sig ýmsar skerðingar vegna bágrar fjárhagsstöðu sem og íbúar Reykjanesbæjar. Gæta þarf hófs í hækkun launa sem þegar eru há og er þessi hækkun langt umfram þær hækkanir sem aðrir starfsmenn bæjarins hafa þegið. Teljum við þetta ekki vera góðan grunn fyrir næstu kjaraviðræður við starfsmenn bæjarins og hafa þarf það í huga. Mikil óánægja ríkir á meðal bæjarbúa vegna þessara hækkana á launum skv. ráðningarsamningi við bæjarstjóra. Samkvæmt þessu er bæjarstjóri okkar bæjarfélags á hærri launum en hæstráðandi ráðherra Íslands.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót.

11. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)

Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu og Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri mættu á fundinn. Lagt fram yfirlit frá OMR verkfræðistofu ehf. um verkstöðu og næstu verk við húsnæði Myllubakkaskóla.

12. Fundargerð framtíðarnefndar 22. júní 2022 (2022010007)

Fundargerðin lögð fram. Samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 31. fundar framtíðarnefndar 22. júní 2022

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00.