1377. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 14. júlí 2022, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Helga María Finnbjörnsdóttir sat fyrir hana.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Gestir fundarins komu inn í gegnum fjarfundarbúnað og á staðnum.
1. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu mætti á fundinn og fór yfir endurgerð Myllubakkaskóla og kostnaðarmat. Viggó Magnússon og Eyrún Margrét Stefánsdóttir frá Arkís mættu á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir teikningar og helstu kostnaðarliði.
2. Sjálfsafgreiðsluvél í Bókasafn Reykjanesbæjar (2022070192)
Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar mættu á fundinn. Lagt fram erindi um kaup á sjálfsafgreiðsluvél fyrir Bókasafn Reykjanesbæjar. Kostnaður kr. 997.890.
Bæjarráð samþykkir erindið, kostnaður tekinn af bókhaldslykli 21-011-9220.
Fylgigögn:
Sjálfsafgreiðsluvél í bókasafn - erindi til bæjarráðs Reykjanesbæjar
3. Völuás 12 – grenndarkynning (2022040001)
Tekinn fyrir fundarliður 13 frá 295. fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. júní 2022.
Jón H. Kristmundsson óskar stækkunar á byggingarreit og heimildar til að fara út fyrir bundna byggingalínu við götu samkvæmt ódagsettum uppdráttum Glóru ehf. Grenndarkynningu er lokið. Ein athugasemd barst. Umhverfis- og skipulagsráð frestaði erindinu á fundi nr. 295 dags 16. júní 2022 vegna þess að betur mátti gæta að götumynd.
Endurbættir uppdrættir hafa borist.
Bæjarráð samþykkir 5-0 með vísan til umsagnar Gunnar Kr. Ottóssonar skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar.
4. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja - tilnefning fulltrúa (2022070169)
Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fjóra aðila, tvær konur og tvo karla í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja.
Bæjarráð óskar eftir tilnefningum frá bæjarfulltrúum.
Fylgigögn:
Tilnefning í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja
5. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Kjarnasmíði ehf., Tjarnabraut 24 (2022050187)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05.