1378. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 21. júlí 2022, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Rannveig Erla Guðlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Máltíðir í grunn- og leikskólum Reykjanesbæjar – niðurstaða útboðs (2022070281)
Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn.
Málinu frestað.
2. Endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 (2019060056)
Bæjarráð samþykkir að fá stýrihóp endurskoðunar aðalskipulags á fund bæjarráðs.
3. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja - tilnefning fulltrúa (2022070169)
Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fjóra aðila, tvær konur og tvo karla í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja.
Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi aðila:
Guðnýju Kristjánsdóttur, Evu Stefánsdóttur, Torfa Má Hreinsson og Guðmund R. Júlíusson.
Fylgigögn:
Tilnefning í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja
4. Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna – upplýsinga- og samráðsfundur 31. ágúst 2022 (2021090373)
Lagt fram.
Fylgigögn:
Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna - upplýsinga- og samráðsfundur 31. ágúst 2022
5. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Orkan IS ehf., Fitjum 1 (2022060219)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20.