1379. fundur

04.08.2022 08:00

1379. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn í Merkinesi Hljómahöll 4. ágúst 2022

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir og Margrét A. Sanders.

Valgerður B. Pálsdóttir boðaði forföll, Helga María Finnbjörnsdóttir sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

Gestir fundarins komu inn í gegnum fjarfundarbúnað.

1. Endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 (2019060056)

Fulltrúar umhverfissviðs og stýrihóps endurskoðunar aðalskipulags mættu á fundinn.

Tekinn fyrir 2. fundarliður frá 296. fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. júlí 2022 til sérstakrar samþykktar. Lagðar fram endurskoðaðar tillögur. Bæjarráð þakkar stýrihóp endurskoðun aðalskipulags fyrir vel unnin störf.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur án athugasemda 5-0 og samþykkir að vísa málinu til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

2. Almenningssamgöngur – pöntunarþjónusta (2022050529)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála og Lukas Foljanty frá Shotl mættu á fundinn.

Lagt fram erindi þar sem kynnt var kerfi sem nýta má sem viðbót við almenningsvagnakerfi Reykjanesbæjar.

Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum varðandi kostnað og áætlaða tímasetningu.

3. Stærðarviðmið við hönnun nýrra leikskóla (2022010319)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn og fóru yfir erindi sem lagt var fyrir bæjarráð 30. júní 2022. Að sveitarfélagið setji sér ákveðin stærðarviðmið við hönnun skólabygginga sem styðji við nútímakröfur og hagkvæmni í byggingu þeirra.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um stærðarviðmið við hönnun nýrra leikskóla, til framtíðar, án athugasemda 5-0.

4. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir verkefnastöðu og kostnaðarmat framkvæmda við Myllubakkaskóla.

Margrét A. Sanders lagði fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokksins:

,,Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins telja mikilvægt vegna myglu í Myllubakkaskóla að fara vel yfir hvaða leið skuli fara í við endurgerð skólans.

1. Byggja að hluta til nýtt húsnæði og endurgera að hluta til eldra húsnæðið eins og áætlað er. Núverandi kostnaðarmat er um 4 milljarðar

2. Byggja nýjan skóla í heild sinni sambærilegan þeim sem fyrirliggjandi teikningar gera ráð fyrir. Sérstakt kostnaðarmat liggur ekki fyrir.

Áður en ákvörðun er tekin þarf að koma fram, með óyggjandi hætti, í hvernig ástandi sá hluti skólans er sem ekki er áætlað að rífa. Auk þess þarf að liggja fyrir kostnaður nýbyggingar á skólanum í heild sinni samkvæmt fyrirliggjandi teikningum til samanburðar svo meta megi hvort ráðast eigi í endurbæturnar eða byggja nýjan skóla frá grunni.‘‘

Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir.

5. Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032 (2022070338)

Lagt fram til upplýsinga.

6. Umsögn um tímabundið áfengisleyfi – ARG viðburðir ehf. (2022080004)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7. Umsögn um tækifærisleyfi án áfengisveitinga – Fjörheimar (2022080005)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50.