1384.fundur

08.09.2022 08:00

1384. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 8. september 2022

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu verkefnisins.

2. Selás 20 (2019090080)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

Svar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 31. ágúst sl., vegna endurupptökubeiðni Sverris Leifssonar í kærumáli nr. 7/2020 lagt fram. Endurupptökubeiðninni var með ákvörðun kærunefndarinnar hafnað.

Fylgigögn:

Svar við beiðni um endurupptöku úrskurðar í máli

3. Lux club, Hafnargötu 30 – kvörtun frá íbúum (2022050745)

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

4. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)

Fundargerðin lögð fram.

5. Endurskoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ (2022010206)

Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs lagði fram tillögu um að skipuð verði nefnd skipuð starfsfólki íþróttamannvirkja, kjörnum fulltrúum auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ. Hlutverk nefndarinnar er að skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ, meta áætlaða þörf og koma með tillögur að nýjum samningum sem verða síðan lagðir fyrir íþrótta- og tómstundarráð til umsagnar. Samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Endurskoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ

6. Uppbygging íþróttamannvirkja – stefnumótun (2022050239)

Lögð fram stefnumótun íþrótta- og tómstundaráðs sem samþykkt var 17. október 2019.

Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs lagði fram tillögu um að skipuð verði nefnd skipuð starfsfólki íþróttamannvirkja, kjörnum fulltrúum auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ. Hlutverk nefndarinnar er að skoða stöðu núverandi íþróttamannvirkja, meta áætlaða þörf íþróttahreyfingarinnar til ársins 2030 og koma með tillögur að nýrri stefnumótun í uppbyggingu íþróttamannvirkja og forgangsröðun þeirra ásamt rökstuðningi. Samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Stefnumótun íþrótta 2019
Nefnd um uppbyggingu íþróttamannvirkja

7. Fundargerðir stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 10. ágúst og 23. ágúst 2022 (2022010523)

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 537. stjórnarfundar Kölku
Fundargerð 538. stjórnarfundur Kölku

8. Fundargerð aðalfundar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 11. ágúst 2022 (2022090002)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð aðalfundar Kölku 2022

9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. ágúst 2022 (2022010311)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 912

10. Lyfsöluleyfi fyrir lyfjabúð að Fitjum 2 (2022080664)

Erindi Lyfjastofnunar vegna umsóknar um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2022.