1386. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 22. september 2022, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Bjarni Páll Tryggvason sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
1. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2023-2027 (2022080621)
Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn og kynnti tillögu að starfshópi sem í munu sitja fimm aðilar, tveir fulltrúar frá bæjarráði og þrír embættismenn stjórnsýslunnar, sem hafa það verkefni að rýna núverandi jafnréttisáætlun og gera tillögur að gerð nýrrar jafnréttisáætlunar 2023-2027.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tilnefnir Valgerði Björk Pálsdóttur og Margréti Sanders sem aðalmenn og varamann Friðjón Einarsson sem fulltrúa frá bæjarráði.
2. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)
Farið yfir stöðu framkvæmda við húsnæði Myllubakkaskóla.
Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs er falið að undirbúa erindisbréf fyrir bygginganefnd og verkefnisstjórn Myllubakkaskóla.
3. Vinnuskóli Reykjanesbæjar – ársskýrsla 2022 (2022030224)
Lögð fram ársskýrsla frá Vinnuskólanum um starfsemi hans sumarið 2022.
Bæjarráð þakkar fyrir góða og vel unna skýrslu.
Fylgigögn:
Vinnuskóli Reykjanesbæjar - ársskyrsla 2022
4. Samband íslenskra sveitarfélaga – tillaga að stjórn 2022-2026 (2022050210)
Lögð fram tillaga kjörnefndar að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026.
5. Ársfundur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 13. október 2022 (2022090373)
Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.
6. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 13. september 2022 (2022010523)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð-539.-stjórnarfundur-Kölku
7. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Kópa hótel ehf. Tjarnabraut 24 (2022080103)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
8. Umsagnarmál í samráðsgátt (2022010082)
Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. október 2022.