1388. fundur

12.10.2022 08:00

1388. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 12. október 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét Þórarinsson boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.

1. Leikskóli í Drekadal (2022100203)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað þar sem óskað er eftir heimild að bjóða út byggingu nýs leikskóla í Dalshverfi III.

Bæjarráð heimilar að farið verði í útboð á verkinu.

Fylgigögn:

Leikskólinn Drekadal - erindi til bæjarráðs

2. Jólaverkefni (2022090416)

Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mættu á fundinn. Óskað er eftir viðbótarfjármagni vegna jólaverkefna í Reykjanesbæ 2022, alls kr. 6.500.000.

1) Undirlag undir skautasvell kr. 3.000.000
2) Lýsing i Aðventugarð kr. 2.000.000
3) Dagskrá og annar umsýslukostnaður í Aðventugarði kr. 1.500.000

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2022.

3. Viðauki II við fjárhagsáætlun 2022 (2021060488)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn.

Bæjarráð samþykkir viðauka II við fjárhagsáætlun 2022 og breytingar á fjárheimildum á grundvelli hennar.

4. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og svæða 2022–2026 (2022050239)

Lögð fram drög að erindisbréfi nefndar um uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Bæjarráð samþykkir framlögð erindisbréf.

Fylgigögn:

Stefnumótun og rekstur, hópar

5. Endurskoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ (2022010206)

Lögð fram drög að erindisbréfi nefndar um endurskoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ.

Bæjarráð samþykkir framlögð erindisbréf.

6. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur - erindi (2022010445)

Lagt fram erindi frá formanni Keflavíkur og formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um styrk kr. 5.000.000.

Bæjarráð samþykkir 4-0 að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2023, Margrét A. Sanders greiddi atkvæði á móti.

Margréti A. Sanders gerði grein fyrir atkvæði sínu:

„Sjálfstæðisflokkurinn telur að samþykkja eigi styrk til körfuknattleiksdeildar Keflavíkur strax skv. beiðni enda hefur verið fundað og unnið með þeim ásamt formanni Keflavíkur síðan í sumar. Ef að vísa átti þessu erindi til fjárhagsáætlunar næsta árs hefði átt að gera það strax.“

Bókun meirihlutans:

„Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði þakka formanni íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur og formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fyrir að gera grein fyrir stöðunni í körfuknattleiksdeildinni. Bæjarráð hefur í orði og verkum stutt aðalstjórnir íþróttafélaga sveitarfélagsins og deildina á undanförnum árum og þökkum við það mikla starf sem unnið hefur verið í málaflokknum. Bæjarráð hefur sett af stað tvær nefndir sem munu annars vegar fara yfir rekstrarsamninga við íþróttafélögin og hins vegar uppbyggingu íþróttamannvirkja sem koma með tillögur varðandi úrbætur í þeim efnum á fyrri hluta næsta árs.
Fulltrúar meirihlutans vísa erindinu í fjárhagsáætlunargerð 2023 og leggja áherslu á að nefndin sem vinnur í endurskoðun rekstrarsamninga vinni með félögunum að tillögum að aðgerðum sem tryggja góðan rekstrargrundvöll til framtíðar.“

7. Öryggisvistun (2021060376)

Lögð fram greinargerð vegna verkefnisins Öryggisvistun.

Bæjarráð samþykkir greinargerðina og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita greinargerðina fyrir hönd bæjarráðs og senda til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.

8. Brynja leigufélag ses. - viljalýsing (2022100233

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu á íbúðum fyrir öryrkja í Reykjanesbæ 2022 til 2026.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna.

9. Lýðheilsustefna Reykjanesbæjar – aðgerðaáætlun 2023 (2022090294)

Bæjarráð samþykkir að gera kostnaðarmat samkvæmt bókun lýðheilsuráðs frá 20.september 2022.

10. Velferðarnet Suðurnesja - sterk framlína (2021030184)

Lögð fram bókun frá fyrsta máli velferðarráðs frá 21. september 2022.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

11. Kvartanir vegna ónæðis (2022050745)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins.

12. Umsókn um rekstrarstyrk – Samtök um kvennaathvarf (2022100202)

Borist hefur beiðni um rekstrarstyrk frá Samtökum um kvennaathvarf kr. 800.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2023.

Fylgigögn:

Upplýsingar um þjónustu Samtaka um kvennaathvarf

13. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 11. nóvember 2022 (2022100228)

Aðalfundarboð lagt fram.

14. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 19. september 2022 (2022010626)

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð - stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 51

15. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. september 2022 (2022010311)

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 913

16. Umsagnarmál í samráðsgátt (2022010082)

Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði – lykilþættir
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.

Umsagnarmál lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. október 2022.